1502. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 6. febrúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
1. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2025020046)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn.
Umræður um flutning Ráðhússins í Keili og framkvæmdir við niðurrif og uppbyggingu á Ráðhúsinu Tjarnargötu 12.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. veitir Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis-og framkvæmdasviðs að fara í útboð með niðurrif á Tjarnargötu 12 og heimild til að vinna áfram í breytingum á húsnæði Keilis í samræmi við umræðu á fundinum. Flutningar frá Tjarnargötu til Keilis eru áætlaðir í lok febrúar.
2. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Farið yfir stöðu verkefnisins.
3. Verkfall Kennarasambands Íslands (2024030142)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn og upplýsti bæjarráð um stöðu verkfallsaðgerða leik- og grunnskólakennara í Reykjanesbæ.
4. Njarðarbraut 20 – afsal (2023070144)
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. felur Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.
5. Bakhjarlahópur HB64 (2022100542)
Margrét Lilja Margeirsdóttir fer úr bakhjarlahópnum. Tillaga kom fram að í stað hennar komi Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. Samþykkt 5-0.
6. Fab Lab Suðurnes - ársskýrsla (2025020044)
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Fab Lab Suðurnes fyrir starfsárið 2024.
7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 13. desember 2024 (2024010369)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 960
8. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. og 21. janúar 2025 (2025020043)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 961
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 962
9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 29. janúar 2025 (2025020059)
Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
HES fundur nr. 315 29.01.2025
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.