1503. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á Tjarnargötu 12 þann 13. febrúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
1. Skammtímafjármögnun bæjarsjóðs (2024040272)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir að leita að skammtímafjármögnun fyrir Reykjanesbæ vegna tímabundins lausafjárvanda.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi nr. 1503 þann 13. febrúar 2025 að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- , með lokagjalddaga þann 15. janúar 2026. Óskað er eftir framlengingu á lánasamningi sem er á gjalddaga 28.02.2025.
Er fjármögnunin ætluð til að brúa bil þar til jafnvægi kemst á dreifingu fjárstreymis en fasteignagjöld eru innheimt frá febrúar til nóvember ár hvert og kemur því fall í fjárstreymi í desember og janúar um 700 milljónir.
Jafnframt er Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, fjármálastjóra og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánaskjöl sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
2. Sameining sveitarfélaga (2023090620)
Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs, Margréti A. Sanders bæjarfulltrúa og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra, fulltrúum Reykjanesbæjar í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna að vinna áfram í málinu.
3. Lánasjóður sveitarfélaga – framboð í stjórn (2025020199)
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum og/eða framboði til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Auglýsing frá Lánasjóði sveitarfélaga
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. janúar 2025 (2025020043)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. janúar 2025
5. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 31. janúar 2025 (2025010435)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 31. janúar 2025
6. Umsagnarmál í samráðsgátt (2025010342)
Breyting á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög
Með því að smella hér opnast samráðsgáttin vegna breytingar á sveitarstjórnarlögum
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.