1509. fundur

27.03.2025 08:15

1509. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 27. mars 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Veikindaleyfi bæjarstjóra (2024090277)

Bæjarráð móttekur tilkynningu um veikindaleyfi Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra. Samkvæmt læknisvottorði, dags. 13. mars 2025, kemur fram að hann verði óvinnufær með öllu til 1. júní nk. Bæjarráð samþykkir 5-0 að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra sinni starfi bæjarstjóra í samræmi við bæjarmálasamþykkt.

2. Bakhjarlahópur HB64 (2022100542)

Vegna tímabundinna forfalla mun Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra sitja í bakhjarlahópi HB64 í stað Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra.

3. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Auto Bílaleiga ehf., Framnesvegur 19c (2025030384)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 18. mars 2025 (2025020059)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

HES fundur nr. 316, 18. mars 2025

5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 19. mars 2025 (2025020453)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarnar Suðurnesja.

Fylgigögn:

91. fundur stjórnar BS

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2025030101)

Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu, 158. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lagt fram.

7. Málefni Keilis (2025030438)

Berglind Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Keilis mætti á fundinn.

Bæjarráð Reykjanesbæjar fordæmir vinnubrögð mennta- og barnamálaráðuneytis (MRN) að liggja með erindi um endurnýjun á umsókn frá Keili um að verða viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi í 20 vikur, enda er það ekki í samræmi við góða stjórnsýslu. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að fjarnámshlaðborðið og opna stúdentsbrautin verði sem fyrst viðurkennd enda hefur verið unnið í samráði við ráðuneytið að endurskilgreina Keili og vinna að fjárhagslegum stöðugleika, og kemur það því verulega á óvart að MRN viðurkenni ekki Keili sem einkaskóla á framhaldsskólastigi.

Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs óskaði eftir endurnýjun á umsókn um að verða viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi til menntamálaráðuneytis 12. nóvember 2024 og bíður enn endanlegra svara. Þann 16. desember barst svar frá mennta- og barnamálaráðuneyti þess efnis að umsókn Keilis sé synjað vegna rekstrarvanda Keilis síðustu ára og fjárhagsstaða Keilis sé slík að Keilir uppfylli ekki skilyrði sem lýtur að fjárhagsmálefnum og tryggingum. Þrátt fyrir að Keilir hafi sýnt fram á að Keilir sé rekstrarlega stöðugur, hefur ekki borist svar við endurmat á umsókn. Sjö vikur eru síðan óskað var eftir endurmati í ljósi breyttrar rekstrarstöðu og tæpar 20 vikur síðan upphafleg umsókn var send til MRN.

Samstarfssamningur varðandi háskólabrú var gerður við Háskóla Íslands til næstu 4 ára. Það nám fellur undir ráðuneyti menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis. Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þeim samningi og telur farsælt að vera í samstarfi við HÍ um þetta metnaðarfulla nám.

Bæjarráð Reykjanesbæjar skorar á ráðherra mennta- og barnamála og þingmenn Suðurkjördæmis að beita sér fyrir því að framtíð náms og námsframboðs á Suðurnesjum verði tryggt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:57. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. apríl 2025.