1510. fundur

03.04.2025 08:15

1510. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Grænásbraut 910, 3. apríl 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

1. Félagslegt húsnæði - eignasafn, biðlisti og biðtími eftir úthlutun (2025020341)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Pálmar Guðmundsson rekstrar- og framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar mættu á fundinn.

Tekin var fyrir fyrirspurn Sjálfstæðisflokks frá fundi bæjarstjórnar 18. mars 2025.

Fylgigögn:

Félagslegt húsnæði - svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins

2. Málefni velferðarsviðs - fyrirspurn frá Umbót (2025040021)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðra og Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað – frumkvæðisathuganir Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Lagt fram minnisblað merkt trúnaðarmál.

3. Beiðni um framkvæmdir - Akurskóli (2025040017)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Róbertsdóttur skólastjóra Akurskóla um breytingar á rýmum innan skólans svo hægt sé að fjarlægja lausar kennslustofur af bílastæði skólans.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.

4. Beiðni um framkvæmdir - Heilsuleikskólinn Skógarás (2025040018)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað – viðbygging við leikskólann Skógarás.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar beiðninni til umræðu í fjárhagsáætlunarvinnu 2026.

5. Fjárreiður Reykjanesbæjar (2024040272)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað – fjárreiður Reykjanesbæjar.

Óskað er eftir að fá að leita að langtímafjármögnun fyrir Reykjanesbæ allt að 2.500.000.000,- hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu til að greiða upp skammtímafjármögnun sem tekin var á árinu 2025 og vegna framkvæmda á fjárfestingaáætlun 2025 sem ekki náðist að dreifa á árið.

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var gert ráð fyrir fjárfestingum upp á 1.750.000.000,- og á fyrstu þremur mánuðum er búið að fjárfesta fyrir 1.450.000.000,- og því um framhlaðnar fjárfestingar að ræða en ekki farið út fyrir fjárheimildir ársins. Óskað er eftir að bæjarráð samþykki beiðnina.

Bæjarráð samþykkir beiðnina 5-0.

Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð Reykjanesbæjar samþykki að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- með lokagjalddaga þann 31. desember 2025 en þeirri lántöku er ætluð að brúa tímabilið á meðan langtímafjármögnun sveitarfélagsins stendur yfir.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- með lokagjalddaga þann 31. desember 2025.

Jafnframt er Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, kt. "ekki birt", fjármálastjóra og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánaskjöl sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

6. Fjárreiðunefnd Reykjanesbæjar (2025040024)

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir fjárreiðunefnd Reykjanesbæjar

7. Minka- og refaveiði - samningar við veiðimenn (2023050474)

Lagt fram bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink.

Reykjanesbær er með fjármagn í fjárheimildum fyrir minka- og refaeyðingu. Þegar þörf er á slíkri þjónustu hefur hún verið keypt út í gegnum umhverfis- og framkvæmdasvið. Telur bæjarráð fyrirkomulagið nægja sveitarfélaginu þar sem ekki hefur verið mikil þörf á slíkri þjónustu en þakkar Félagi atvinnuveiðimanna fyrir erindið.

8. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - umsókn um tækifærisleyfi (2025030581)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.