982. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 26. júní 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Friðjón Einarsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Anna Lóa Ólafsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson settur bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari.
1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs (2014060426)
Stungið upp á Friðjóni Einarssyni sem formanni bæjarráðs. Réttkjörinn.
Stungið upp á Gunnari Þórarinssyni sem varaformann bæjarráðs. Réttkjörinn.
Kristinn Þór Jakobsson boðinn velkominn sem áheyrnarfulltrúi bæjarráðs.
2. Erindi Mannvirkjastofnunar - úttekt á slökkviliði BS (2014060239)
Lagt fram. Nýrri stjórn BS falið að skoða úttektina.
3. Erindi Sýslumannsins í Keflavík v/umsókn Raven bnb. um leyfi til að reka gististað í flokki I að Sjávargötu 28 (2014060304)
Bæjarráð samþykkir erindið.
4. Tilkynning um hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) (2013100545)
Lagt fram til upplýsingar.
5. Erindi framkvæmdastjóra USK - rekstur strætisvagnaleiða (2012110035)
Bæjarráð heimilar framlengingu og að vinna við útboð verði hafin sem fyrst miðað við áramót.
6. Erindi framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umhverfis- og skipulagssviðs v/framkvæmdir á fræðslusviði (2014060429)
Samþykkt tillaga a) um Akurskóla.
Framkvæmdir við Heiðarsel, málinu frestað. Bæjarstjóra og framkvæmdarstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs falið að skoða nánar.
7. Erindi Fjármálastjóra - framlenging á tímabundinni lánalínu LÍ (2014010486)
Framlenging á tímabundinni lánalínu samþykkt.
8. Erindi EFS varðandi fjármál Reykjanesbæjar ásamt upplýsingum fjármálastjóra (2013100545)
Fjármálastjóra verði falið að gera drög að svari til EFS og leggja fyrir bæjarráð.
9. Drög að umsókn í Jöfnunarsjóð vegna fjárhagslegrar úttektar Reykjanesbæjar (2014060346)
Settum bæjarstjóra falið að endurskoða umsóknina með hliðsjón af umræðu á fundinum.
10. Upplýsingar fjármálastjóra um stöðu á fjárhagslegri úttekt KPMG (2014030489)
Lagt fram. Settum bæjarstjóra falið að skoða málið með hliðsjón af umræðu á fundinum.
11. Upplýsingar fjármálastjóra varðandi fjármögnun hjúkrunarheimilisins (2014060051)
Lagt fram.
12. Upplýsingar um innherjalista fjármálaeftirlitsins (2014060345)
Settum bæjarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við fjármálastjóra.
13. Rekstraruppgjör janúar - apríl 2014 (2014050353)
Lagt fram.
14. Yfirlit yfir áætluð rekstraruppgjör til bæjarráðs (2014050353)
Lagt fram.
15. Ráðning bæjarstjóra (2014010041)
Samþykkt að auglýsa eftir bæjarstjóra í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 24. júní sl.
Fleira ekki gert og fundi slitið.