986. fundur

24.07.2014 00:00

986. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 24. júlí 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, aðalmaður, Árni Sigfússon, aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir, varamaður, Halldóra Hreinsdóttir, vara-áheyrnarfulltrúi, Hjörtur Zakaríasson, bæjarstóri og Hrefna Gunnarsdóttir, fundarritari

 

1. 154. fundur atvinnu- og hafnaráðs 10. júlí 2014 (2014010256)
Fundargerð samþykkt samhljóða.

2. 323. fundur FFR frá 14, júlí 2014 (2014010742)
Bæjarráð frestar afgreiðslu 6. og 7. hluta til næsta bæjarráðsfundar,  fundargerðin samþykkt að öðru leyti samhljóða..

3. 678. fundur SSS haldinn 25. júní (2014010042)
Fundargerð lögð fram.

4. Ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslag- og orkumál og málefni norðurslóða (2014070265)
Lagt fram.

5. Beiðni um aukafjárveitingu vegna framkvæmda á Fræðslusviði (2014060429)
Tekið vel í erindið og vísað til fræðslustjóra til umsagnar.

6. Frágangur skuldabréfa ofl. vegna fjármögnunar hjúkrunarheimilis Njarðarvellir 2 (2014060051)
Bæjarráð samþykkir að taka að láni 600 m.kr frá Lífeyrissjóðnum Stafir og 900 m.kr frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna til endurfjármögnunar á hjúkrunarheimili að Njarðarvöllum 2, fastnr. 232-5969. Bæjarstjóra er falið að undirrita skuldabréfin fyrir hönd bæjarins, veðsamning við lífeyrissjóðina og viðauka við samning við ríkið vegna hjúkrunarheimilisins.
Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að veðsetja fasteignina að Njarðarvöllum 2, fastnr. 232-5969 sbr. fyrirliggjandi veðsamning aðila.

7. Samstarf við Hrafnistu vegna starfsemi á Nesvöllum (2014070266)
Lagt fram til kynningar.

8. Umsækjendur um starf bæjarstjóra (2014070267)
Lagt fram til upplýsinga.


Fleira ekki gert og fundi slitið.