991. fundur

28.08.2014 11:29

991. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. ágúst 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari.

1. 4. mál bæjarráðs 31/7´14 - drög að svari (2014050200)
Mættur inn á fundinn er framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Guðlaugur H. Sigurjónsson.  Hann kynnti málið.
Samþykkt að senda umsagnir USK til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  Samþykkt með öllum atkvæðum.

2. Fundargerð stjórnar Hljómahallar 21/8´14 (2014010407)
Lagt fram.

3. Erindi Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hótels Keilis varðandi skemmtistaðinn Paddýs (2014080267)
Vísað til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.

4. 1. mál fjölskyldu- og félagsmálaráðs 25/8´14 - Hæfingarstöðin (2014010742)
Lagt fram til kynningar.

5. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra (2014080328)
Lagt fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða.

6. Endurfjármögnun lána  (2014080481)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.