994. fundur

19.09.2014 00:00

994. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 18. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Útgönguspá  (2014090301)
Lagt fram á fundinum.  Oddur Jónsson frá KPMG gerir grein fyrir málinu
Einnig var mætt undir þessum lið fjármálastjóri Þórey Guðmundsdóttir.

2. Boð á ráðstefnuna Hjólum til framtíðar 16. september n.k. (2014090262)
Lagt fram.

3. Skipan fulltrúa í stjórn Heklunnar - Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja (2014090300)
Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri verður fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn Heklunnar.

4. Erindi Sýslumannsins í Keflavík varðandi tækifærisleyfi til Thai-K ehf. um lengri opnunartíma  (2014090299)
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.