995. fundur

26.09.2014 11:54

995. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn 24. september 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 09:00.

Mættir : Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Gunnar Þórarinsson aðalmaður, Böðvar Jónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Baldur Þ. Guðmundsson varamaður, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri og Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

1. Uppfærð útgönguspá (2014090301)
Lagt fram á fundinum.  Oddur Jónsson frá KPMG gerir grein fyrir málinu

Mættir voru vegna málsins Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Oddur Jónsson frá KPMG.

2. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014 (2014090312)
Reykjanesbær á fund með Fjárlaganefndinni miðvikudaginn 15. október n.k.  Fyrir hönd Reykjanesbæjar fara bæjarstjóri og formaður bæjarráðs.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12/9´14 (2014020154)
Lagt fram.

4. Kynning og styrkbeiðni vegna verkefnisins "Við stólum á þig" (2014090391)
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5. Skipan fulltrúa í Eftirlaunasjóð Reykjanesbæjar (2014090417)
Uppástunga kom um Guðnýju Bachmann Jóelsdóttir sem aðalfulltrúa og Önnu Lóu Ólafsdóttur sem varafulltrúa og voru þær sjálfkjörnar.

6. Skipan fulltrúa í Öldungaráð Suðurnesja (2014040416)
Erindinu frestað og bæjarstjóra falið að skoða málið.

7. 3. mál bæjarstjórnar 16/9´14 sem er 6. mál a) fundargerðar FFR 8/9´16 - verkefnið ,,Gegn heimilisofbeldi" (2014010742)
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar 2015.

8. 3. mál bæjarstjórnar 16/9´14 sem er 6. mál b) FFR 8/9´14 - Gjald vegna fæðis í dagþjónustuúrræðum fatlaðs fólks (2014010742)
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2015.

9. Málefni Hæfingarstöðvarinnar. (2014010041)
Bæjarráð samþykkir leigusamning við Keflavík íþrótta-og ungmennafélags undir starfsemi Hæfingarstöðvarinnar til áramóta 2014-15.

10. Erindi fræðslustjóra varðandi kaup á tækjum og búnaði í Háaleitisskóla (2014090412)
Bæjarstjóra falið að ræða við fræðslustjóra og leggja erindið aftur fyrir bæjarráð.

11. 7. mál bæjarstjórnar 16/9´14 sem er 8. mál USK 10/9´14 - Tillaga um lækkun gatnagerðargjalda (2014010200)
Málinu frestað og óskað eftir upplýsingum frá fjármálastjóra.

12. Starfsmannaferð til Ljubljana (2014090420)
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir með atkvæðum meirihlutans að einn af þessum  3 dögum verður skilgreindur sem starfsdagur um hópefli.  Minnihlutinn situr hjá.

13. 11. mál bæjarstjórnar 16/9´14 - Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokks varðandi endurskoðun á Samþykkt um stjórnun Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2014090253)
Lagt er til að óska eftir tillögum frá bæjarfulltrúum um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköpum og berist bæjarráði fyrir 1. nóvember.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.