656. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. júní 2023, kl. 17:00
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. júní 2023 (2023010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:
Mál 2 í fundargerð bæjarráðs frá 8. júní 2023:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fagna því að Utanríkisráðuneytið hafi óskað formlega eftir samstarfi um áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík Reykjanesbæ fyrir NATO. Stefnt er að byggingu viðlegukants sem og eldsneytisbirgðageymslu fyrir skipaeldsneyti.
Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir alla uppbyggingu í Helguvík og ekki síður tekjulega fyrir höfnina. Auk þess er þetta mikið umhverfismál enda var og er núverandi eldsneytisbirgðastöð forsenda þess að hætt var akstri með flugvélaeldsneyti frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Nú með stækkun er verið að bæta við birgðastöð fyrir skipaflotann.
Við þetta má bæta að undirrituð var viljayfirlýsing af dómsmálaráðherra, fulltrúum Reykjanesbæjar og Landhelgisgæslunnar um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Njarðvíkurhöfn, Reykjanesbæ.
Við fögnum því að ráðherrar ríkistjórnar Íslands horfi til Reykjanesbæjar varðandi framtíðaruppbyggingu og verkefna sem tengjast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu.“
Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D) og Helga Jóhanna Oddsdóttir (D).
Til máls tók Friðjón Einarsson.
Forseti flutti sameiginlega yfirlýsingu bæjarfulltrúa:
„Yfirlýsing bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna mögulegrar sameiningar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis.
Ráðherra mennta- og barnamála hefur skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla sem meðal annars er að skoða hvort fýsilegt er að sameina Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að fjölbreytt námsval standi nemendum á Suðurnesjum til boða héðan í frá sem hingað til og að aðgerðir ríkisins megi ekki koma niður á framboði og gæðum náms. Bendir bæjarstjórn á mikilvægi þess að frekar verði að huga að því að á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf með meira námsframboði en nú er til staðar.
Leggur bæjarstjórn sérstaka áherslu á þetta þar sem menntunarstig á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu, þar sem svæðið er mikið vaxtarsvæði og ljóst er að mennta þarf starfsfólk á fjölbreyttum starfssviðum til að mæta þörfum vinnumarkaðarins á Suðurnesjum til framtíðar.“
Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S) Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét A. Sanders (D), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1422. fundar bæjarráðs 8. júní 2023
Fundargerð 1423. fundar bæjarráðs 15. júní 2023
2. Fundargerð lýðheilsuráðs 13. júní 2023 (2023010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 39. fundar lýðheilsuráðs 13. júní 2023
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 13. júní 2023 (2023010010)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðbergur Reynisson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 171.fundar ÍT 13. júní 2023
4. Fundargerð fræðsluráðs 15. júní 2023 (2023010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 363. fundar fræðsluráðs 15. júní 2023
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 15. júní 2023 (2023010013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 275. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 15.06.23
6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 16. júní 2023 (2023010014)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 16. júní til sérstakrar samþykktar.
Fjórða mál fundargerðarinnar Atvinnustarfsemi á miðsvæðum (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Efnislosunarsvæði á Njarðvíkurheiði (2022060306) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Deiliskipulag Njarðvíkurhafnar - suðursvæði (2020100160) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Fjölbrautaskóli Suðurnesja - bráðabirgðahúsnæði (2023040189) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Sunnubraut 36 - færanlegar kennslustofur (2023040189) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Hafnargata 57 stækkun - niðurstaða grenndarkynningar (2023040291). Til máls tók Margrét A. Sanders. Samþykkt 11-0.
Ellefta mál fundargerðarinnar Sóltún 4 - niðurstaða grenndarkynningar (2023030192) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Sólvallagata 34 stækkun á bílastæði - niðurstaða grenndarkynningar (2023030319) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Víðidalur 19 fyrirspurn um sólstofu - niðurstaða grenndarkynningar (2023030506) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Faxabraut 9 - bílastæði (2023040172) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Baugholt 21 - viðbótar innkeyrsla (2023060245) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar Hafdalur 2-4 - fyrirspurn (2023040548) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Vallargata 13 gistiheimili - ósk um endurupptöku máls (2022080158) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbergur Reynisson, Bjarni Páll Tryggvason, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Kjartan Már Kjartansson.
Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U) situr hjá við 18. mál fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 317. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 16. júní 2023
7. Erindisbréf nefnda og ráða (2023050182)
Lögð fram erindisbréf forsetanefndar, bæjarráðs, atvinnu- og hafnarráðs, íþrótta- og tómstundaráðs, lýðheilsuráðs, menningar- og þjónusturáðs, menntaráðs, sjálfbærniráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, ungmennaráðs, velferðarráðs, stjórnar eignarsjóðs og öldungaráðs.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf forsetanefndar. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf forsetanefndar samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf bæjarráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf bæjarráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf atvinnu- og hafnarráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf atvinnu- og hafnarráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf lýðheilsuráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf lýðheilsuráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf menningar- og þjónusturáðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf menningar- og þjónusturáðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf menntaráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf menntaráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf sjálfbærniráðs. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Erindisbréf sjálfbærniráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf ungmennaráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf ungmennaráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf velferðarráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf velferðarráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf öldungaráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf öldungaráðs samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um erindisbréf stjórnar eignasjóðs. Enginn fundarmanna tók til máls.
Erindisbréf stjórnar eignasjóðs samþykkt 11-0.
Bæjarstjórn samþykkir 11-0 að fela Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að láta prófarkalesa skjölin, samræma útlit þeirra og birta.
8. Endurskoðun samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar – seinni umræða (2023060022)
Lögð fram til seinni umræðu endurskoðuð samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson og Margrét A Sanders.
Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkt 11-0.
9. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2023060186)
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir með vísan til 35. gr. laga nr. 138/2011 og 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 21. júní til 16. ágúst 2023. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 22. ágúst 2023 í Merkinesi í Hljómahöll.
Samþykkt 11-0.
10. Beiðni um lausn frá störfum (2023060268)
Friðjón Einarsson (S) aðalfulltrúi í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs hefur óskað eftir lausn frá og með 1. janúar 2024 og út kjörtímabilið.
Til máls tóku Friðjón Einarsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir 10-0 að veita Friðjóni Einarssyni lausn úr bæjarstjórn og bæjarráði, að hans ósk, frá 1. janúar 2024 til loka kjörtímabilsins.
Sigurrós Antonsdóttir tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn 1. janúar 2024 og Sigurjón Gauti Friðriksson tekur sæti sem varamaður í bæjarstjórn á sama tíma. Guðný Birna Guðmundsdóttir tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði 1. janúar 2024.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.