676. fundur

21.05.2024 17:00

676. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 21. maí 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Samþykkt um gjaldtöku innviða- og byggingarréttargjalds í Reykjanesbæ – fyrri umræða (2024010545). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 8.

1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 16. maí 2024 (2024010003)

Áður en forseti gaf orðið laust um fundargerðir bæjarráðs var tekin fyrir bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá bæjarstjórnarfundi 7. maí 2024.

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

„Varðandi framtíð Hljómahallar, langar mig að spyrja meirihlutann út í bókun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 5. mars síðastliðinn. Í bókuninni komu fram nokkur tækifæri sem meirihlutinn sér myndast við flutninga bókasafnsins í Hljómahöll. Eitt þeirra er að byggja megi upp samgöngumiðstöð við Hljómahöll og nýta þá húsnæðið fyrir farþega almenningssamgangna. Spurning mín er því, er það rétt skilið að verið sé að stefna að því að Hljómahöllin verði einnig notuð sem samgöngumiðstöð líkt og fram kom í bókun meirihlutans sem virðulegur forseti, Guðný Birna Guðmundsdóttir, lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 5. mars sl.? Ég óska eftir skriflegu svari.“

Svar meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar:

Úr bókun meirihlutans sem vísað er í kom fram á bæjarstjórnarfundi þann 5. mars síðastliðinn:
„Möguleiki er á uppbyggingu á svæðinu, til að mynda að setja útileiktæki á lóðina, byggja við Hljómahöll og jafnvel að setja samgöngumiðstöð þar í stað Krossmóa.“
Eins og þarna kemur fram er þetta eitt af tækifærunum okkar til framtíðar.
Ný samgöngumiðstöð hefur ekki verið rædd formlega innan bæjarráðs né umhverfis- og skipulagsráðs og líkt og forseti kom hér inn á var tilkynnt sem hugmynd sem ekki hefur verið unnið með nánar. Til að fara af stað með þetta verkefni sérstaklega þyrfti að stofna samgönguhóp sem færi yfir þau atriði sem samgöngumiðstöð þarf að búa yfir, hentugar staðsetningar, samræður við hagsmunahópa o.s.frv. Slíkt verkefni er ekki tímabært á þessum tímapunkti þar sem verkefnið um flutning bókasafnsins í Hljómahöll hefur forganginn.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1466. fundar bæjarráðs 8. maí 2024
Fundargerð 1467. fundar bæjarráðs 16. maí 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. maí 2024 (2024010213)

Forseti las upp leiðréttingu á bókun í fjórða máli frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. maí 2024 þar sem það hafði misritast í bókun að ráðið veitti heimild til að auglýsa deiliskipulagstillögu í stað vinnslutillögu. Búið er að leiðrétta fundargerðina.

Rétt bókun er því: Reykjanesbær leggur fram vinnslutillögu um breytingu aðalskipulags svæðis M9 Vatnsness unnið af Kanon arkitektum og VSÓ Ráðgjöf dags. maí 2024. Meginbreyting er að heildarfjöldi íbúða verður 1250 á svæðinu og heildarbyggingarmagn verður 185.000 m2. Einnig er ákvæðum breytt í almenna kaflanum varðandi leyfisskylda starfsemi á miðsvæðum.
Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa vinnslutillöguna.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 17. maí til sérstakrar samþykktar.

Fimmta mál fundargerðarinnar Heilsugæsla í Innri Njarðvík - óveruleg breyting á aðalskipulagi (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Klettatröð 13 (2024050028) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Hringbraut 71 - íbúð í bílskúr (2024050218) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Hjallalaut 15 - fyrirspurn (2024050125) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Suðurvellir 5 - innkeyrsla (2024050068) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar HS orka - framkvæmdaleyfi (2024040265) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbergur Reynisson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 338. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 17. maí 2024

3. Fundargerð velferðarráðs 8. maí 2024 (2024010214)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 432. fundar velferðarráðs 8. maí 2024

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 14. maí 2024 (2024010207)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 182. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 14. maí 2024

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 14. maí 2024 (2024010208)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sigurrós Antonsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 48. fundar lýðheilsuráðs 14. maí 2024

6. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 17. maí 2024 (2024010209)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 54. fundar menningar- og þjónusturáðs 17. maí 2024

7. Forsetakosningar 1.júní 2024 - kosning undirkjörstjórnar (2024010436)

Tilnefningar yfirkjörstjórnar um starfsfólk í undirkjörstjórn skv. 17. gr. kosningalaga nr. 115/2021.

Tilnefningar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Kosning undirkjörstjórnar

8. Samþykkt um gjaldtöku innviða- og byggingarréttargjalds í Reykjanesbæ – fyrri umræða (2024010545)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi samþykktinni úr hlaði.

Samþykkt um gjaldtöku inniviða- og byggingarréttargjalds í Reykjanesbæ vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 4. júní 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.