690. fundur

04.02.2025 17:00

690. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 4. febrúar 2025, kl. 17:00

Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.

Að auki sat fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 23. og 30. janúar 2025 (2025010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1500. fundar bæjarráðs 23. janúar 2025
Fundargerð 1501. fundar bæjarráðs 30. janúar 2025

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 24. og 28. janúar 2025 (2025010011)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 24. janúar til sérstakrar samþykktar.

Annað mál fundargerðarinnar Reglugerð um lóðaúthlutanir (2025010105). Til máls tók Margrét A. Sanders.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Á fundinum var lögð fram endurskoðun á reglum um lóðarúthlutanir sem koma í stað regla sem voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. apríl 2017.

Umbót er algerlega ósammála þeim breytingum sem lagðar hafa verið til á reglum um lóðarúthlutanir og mun ekki samþykkja þær. Samkvæmt nýjum reglum er hjónum og sambýlisfólki jafnað til eins umsækjenda með vísan í skilgreiningu fjármálaeftirlitsins á lögaðilum sem fjárhagslega tengdir innherjar. Þessi breyting er ósanngjörn og hefur íþyngjandi áhrif á einstaklinga sem vilja búa nálægt fjölskyldu sinni.

Í dag búa börn lengur í heimahúsum þar sem staða á leigumarkaði er óásættanleg. Ef foreldrar og fullorðinn einstaklingur ætla að kaupa sér lóð undir hús og búa hlið við hlið, gengur það ekki upp samkvæmt nýju reglunum, þar sem þau teljast til sama umsækjenda vegna sameiginlegs lögheimils. Eina leiðin til að komast hjá þessu er að einstaklingur skrái sig á annað lögheimili, sem er bæði óraunhæft og ósanngjarnt.

Umbót telur þessar reglur mismunun og óskiljanlega skerðingu á möguleikum fjölskyldna til að skipuleggja búsetu sína með hagkvæmum og skynsamlegum hætti. Við segjum því nei við þessum breytingum.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Samþykkt 7-0, Margrét A. Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki sitja hjá. Margrét Þórarinsdóttir Umbót greiðir atkvæði á móti.

Þriðja mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting - ÍB28 og S45 við Hlíðarhverfi (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.

Fjórða mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting- ÍB9 og OP18 Dalshverfi (2023080307). Til máls tók Margrét A. Sanders.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Umbót getur ekki samþykkt þessar breytingar og segir nei. Við höfum þegar komið með tvær bókanir og ítrekað andstöðu okkar við þéttingu byggðar. Fyrri bókun okkar var lögð fram á bæjarstjórnarfundi þann 17. desember og sú seinni er lögð fram í fundargerðinni en hún hljóðar svo: Með leyfi forseta:

Við í Umbót teljum mikilvægt að hafa virkt samráð við íbúa þegar kemur að breytingum á aðalskipulagi. Samtal íbúa og bæjaryfirvalda þarf að vera gefandi og virkt, þar sem gott skipulag íbúðabyggðar hefur áhrif á andlega og líkamlega lýðheilsu bæjarbúa. Ekki má gleyma því að þessir íbúar keyptu sér íbúðir með það í huga að grænt svæði yrði til staðar og byggðin þéttist ekki um of. Mikilvægt er að breytingar á skipulagi séu unnar í samráði við íbúana og íbúakosning verði haldin til að tryggja að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi. Ég segi því nei við þessum breytingum. Þannig hljóðaði bókun Gunnars Felix Rúnarsson fulltrúa Umbótar í USK.

Þetta er virkilega sorgleg niðurstaða að breytingar á aðalskipulagi hafi verið samþykktar í USK. Meirihlutinn, Samfylking, Framsókn og Bein leið, þarf að svara fyrir þessar breytingar á deiliskipulagi. Íbúar svæðisins keyptu sér íbúðirnar með það í huga að grænt svæði yrði til staðar. Með þessari ákvörðun meirihlutans er gengið gegn hagsmunum íbúanna og þeim fyrirheitum sem gefin voru um skipulag hverfisins.

Það er grundvallaratriði að mikilvægi samráðs við íbúa sé virt og að hagsmunir þeirra séu tryggðir. Í þessu tilviki hefur samráð verið ófullnægjandi og ljóst er að íbúar eru ekki sáttir við breytingarnar. Umbót telur að í málum sem þessum, þar sem breytingar hafa bein áhrif á lífsgæði og umhverfi íbúa, eigi að halda íbúakosningu áður en endanleg ákvörðun er tekin.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Samþykkt 10-0. Margrét Þórarinsdóttir Umbót greiðir atkvæði á móti.

Sjötta mál fundargerðarinnar Aðaltorg - nýtt deiliskipulag (2024080041) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Nesvellir - Móahverfi - breyting á deiliskipulagi (2021040627) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Ljósaskilti við Hljómahöll (2024100423) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Stapabraut 7 - lóðarstækkun (2023070043) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Háholt 21 - viðbygging (2024120046) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Suðurtún 5 - sólstofa (2024120022) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Stakksbraut 15 - breyting á byggingarreit (2023110022) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tuttugusta og fjórða mál fundargerðarinnar Neyðarkyndistöð við Fitjar (2025010345) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 28. janúar til sérstakrar samþykktar.

Annað mál fundargerðarinnar Ferjutröð 11 (2024120222) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þriðja mál fundargerðarinnar Sólvallagata 12 - gistiheimili (2024040445) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórða mál fundargerðarinnar Valhallarbraut 744 (2024120312) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Vallargata 26 - svalir (2025010358) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Umsókn um framkvæmdaleyfi - vöktunarhola (2021090022) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 355. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 24. janúar 2025
Fundargerð 356. fundar umhverfis- og skipulagsráðs - aukafundur 28. janúar 2025

3. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 16. janúar 2025 (2025010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.

Lagði hann til að vísa 7. máli fundargerðarinnar Háaleitisskóli – frístundahúsnæði til umsagnar hjá menntaráði. Samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 16. fundar stjórnar Eignasjóðs 16. janúar 2025

4. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 23. janúar 2025 (2025010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 293. fundar atvinnu- og hafnarráðs 23.01.25

5. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 24. janúar 2025 (2025010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 61. fundar menningar- og þjónusturáðs 24. janúar 2025

6. Breyting á skipan embætta í bæjarráði (2024010091)

Tímabundnar breytingar á skipan formanns og varaformanns í bæjarráði falla úr gildi frá og með 3. febrúar 2025. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir kemur aftur inn sem formaður og Guðný Birna Guðmundsdóttir sem varaformaður.

Samþykkt 11-0.

7. Breyting á skipan embætta í bæjarstjórn (2024010091)

Tímabundin skipan Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur sem bæjarstjóra fellur úr gildi frá og með 3. febrúar 2025. Kjartan Már Kjartansson kemur starfa sem bæjarstjóri eftir veikindaleyfi.

Tímabundin skipan Bjarna Páls Tryggvasonar í sæti forseta bæjarstjórnar og Sverris Bergmanns Magnússonar í sæti 1. varaforseta falla úr gildi frá og með 3. janúar 2025.

Guðný Birna Guðmundsdóttir tekur sæti forseta bæjarstjórnar og Bjarni Páll Tryggvason tekur sæti 1. varaforseta frá sama degi.

Samþykkt 11-0.

------
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:37.