100. fundur

06.05.2016 12:31

100. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 3. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Guðmundur Sigurðsson fulltrúi ÍRB og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Drög að nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar (2016050022)

Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir verkefnisstjórar FFGÍR kynntu drögin. Anna Hulda sagði frá vinnuferli við mótun menntastefnunnar og kynnti stýrihópinn sem vann að verkinu. ÍT ráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Verkáætlanir vegna grasvalla Keflavíkur og Njarðvíkur 2016 (2016040181)

Sævar Leifsson vallarstjóri hjá knattspyrnudeild Keflavíkur og Leifur Gunnlaugsson vallarstjóri hjá knattspyrnudeild UMFN kynntu verkáætlun fyrir grasvellina og þau vinnubrögð sem munu verða viðhöfð í sumar. ÍT ráð þakkar greinargóða kynningu.

3. Umsókn í Tómstundasjóð Reykjanesbæjar (2016010531)

Umsókn frá baklandssveitinni Skæruliðum sem er starfandi deild innan skátafélagsins Heiðabúa í Tómstundasjóð Reykjanesbæjar. Ástæða umsóknar er endurnýjun á búnaði sem notaður er á ferðum og skátamótum sem félagið tekur þátt í á komandi árum.

Ráðið samþykkir styrkbeiðnina.

4. Umsókn í Forvarnasjóð Reykjanesbæjar (2015120240)

Umsókn frá Flott án fíknar hópnum í Akurskóla vegna lokaferðar hópsins. Lovísa Hafsteinsdóttir vék af fundi á meðan á afgreiðslu málsins stóð yfir. ÍT ráðið samþykkir umsóknina.

5. Inniæfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja- og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)

Hafþór Barði Birgisson Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þeirri vinnu sem er í gangi við undirbúning á nýju inniaðstöðunni sem klúbbarnir eru að fá. Ráðgert er að allt verði tilbúið í byrjun september 2016.

6. Ósk um að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin næstu þrjú árin (2016050005)

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur í samstarfi við stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur óskar eftir að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin a.m.k. næstu þrjú árin.

ÍT ráðið gerir ekki athugasemdir við beiðni knattspyrnudeildanna.

7. Önnur mál (2016010316)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu við bæklinginn Sumar í Reykjanesbæ 2016 og Hreyfiviku UMFÍ 23. – 29. maí 2016.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mai 2016.