101. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn 7. júní 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.
Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Steinunn Una Sigurðardóttir var í símasambandi og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Gestur fundarins var Davíð Örn Óskarsson starfsmaður hjá Reykjanesbæ.
1. Nýr Folfvöllur í Reykjanesbæ (2016060036)
Davíð Örn Óskarsson starfsmaður Reykjanesbæjar kynnti nýjan Folfvöll í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á milli Vesturgötu og Aðalgötu á svokölluðu ,,rómantísku svæði“
ÍT ráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar frumkvæði starfsmanna Reykjanesbæjar í að vinna að þessu skemmtilega verkefni.
2. Samningur við Landsbankann vegna HFR (2016060034)
Hnefaleikafélag Reykjaness hefur undanfarin ár verið með aðstöðu að Framnesvegi 9 í gömlu sundhöllinni. Nýverið eignaðist Landsbankinn húsnæðið og er nýi samningurinn eins og samningurinn sem var í gildi við fyrrverandi eiganda.
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.
3. Endurnýjun gúmmíkurls við Akurskóla (2015090384)
Erindi frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna endurnýjunar á gúmmíkurli við sparkvöll við Akurskóla.
ÍT ráð tekur undir mikilvægi þess að skipt verði um gúmmíkurlið enda hefur verið samþykkt á alþingi þingsályktunartillaga um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun ÍT ráðs er málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
4. Inniæfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja- og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)
Samningar við Golfklúbb Suðurnesja og Púttklúbb Suðurnesja lagðir fram til kynningar.
ÍT ráð fagnar því að loksins sé viðunandi inniaðstaða fyrir golfara og púttara að verða að veruleika. Reiknað er með aðstaðan verði tilbúin í haust.
5. Beiðni um aukið rými fyrir Sundráð ÍRB (2016060064)
Erindi frá Sundráði ÍRB um aukið rými til æfinga fyrir sundfólkið sitt.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir áhuga á að kanna frekar þessa hugmynd og felur Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja að gera kostnaðaráætlun í samstarfi við Umhverfissvið og Sundráð ÍRB og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2016.