103. fundur

04.10.2016 00:00

103. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 4. október 2016 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.

Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn
Una Sigurðardóttir, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB, Ásgeir Hilmarsson boðaði forföll. Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru undir máli tvö frá skátafélaginu Heiðabúum; Selma Björk Hauksdóttir ritari, Aníta Engley Guðbergsdóttir félagsforingi og Ragnhildur L. Guðmundsdóttir meðstjórnandi

1. Úthlutun úr Forvarnarsjóði 2016 (2015120240)
Umsókn HFR í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar. Erindinu frestað til næsta fundar.

2. Skátafélagið Heiðabúar 2016 (2016090349)
Fulltrúar Skátafélagsins Heiðabúa kynntu starfsemi félagsins og áherslur fyrir næsta starfsár. Á undanförnum árum hefur fjármagn til starfsins verið að skornum skammti og óska Heiðabúar eftir að
samningurinn verði endurskoðaður fyrir næsta fjárhagsár.
ÍT ráð þakkar fyrir góða kynningu.

3. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 2016 (2016090350)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá Heilsu- og forvarnarvikunni og hvatti ÍT ráð
sem og alla bæjarbúa til þátttöku. Að auki upplýsti Hafþór fundarmenn um að Reykjanesbær væri
formlega búinn að skrifa undir samkomulag við embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag.

4. Fjárhagsáætlun ÍT ráðs 2017 (2016090347)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2017.
- Umræða um einstaka liði fjárhagsáætlunar.

5. Ungmennaráð Reykjanesbæjar (2016090352)
Ungmennaráð Reykjanesbæjar mun taka þátt í fræðsludegi Ungmennaráðs sem haldinn verður í
Fjörheimum miðvikudaginn 5. október. Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) er búið
að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá. Fyrirlesarar verða Sabína Steinunn Halldórsdóttir frá UMFÍ,
Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari karlaliðs UMFN í
körfuknattleik.

6. Önnur mál
a) Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar sundfólkinu okkar innilega til hamingju með
frábæran árangur en þau unnu þrefalt í bikarkeppninni sem fór fram í Vatnaveröld um síðustu helgi.
b) Inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja og Púttklúbbs Suðurnesja. Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður GS sagði frá því aðstaðan sé að verða tilbúin og verði formlega tekin í notkun í október. Í
aðstöðunni er 18 holu púttvöllur, golfhermir og aðstaða til að slá í net.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2016.