106. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 17. janúar 2017 var haldinn að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.
Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll.
Gestur fundarins undir fyrsta máli var Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur.
1. Heilsueflandi Samfélag (2016100044 )
Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur frá Nexis heilsueflingu kom á fundinn og sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ. Jóhann fór yfir vinnu samráðshópsins en hún er meðal annars fólgin í gagnaöflun fyrir þarfagreiningum og kortlagningu tækifæra til heilsueflingar í bæjarfélaginu. Ráðgert er að verkefninu verði formlega hleypt af stokkunum í Reykjanesbæ í tengslum við verkefnið Lífshlaupið sem er á vegum ÍSÍ þann 1. febrúar nk. Jóhann Friðrik skorar á bæði á einstaklinga og fyrirtæki í Reykjanesbæ að taka þátt í Lífshlaupinu. ÍT ráð fagnar þessari vinnu og hlakkar til að fylgjast með framvindu verkefnisins.
2. Umsóknir í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2015120240)
Holtaskóli sækir um í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðrar fræðslu frá Samtökunum 78. Um er að ræða jafningjafræðslu um málefni hinsegin fólks.
ÍT ráð samþykkir að styrkja Holtaskóla um 50.000 kr. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ganga frá málinu.
Foreldrafélag grunnskóla Njarðvíkur sækir um í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar til að bjóða upp á kynfræðslu fyrir nemendur í 8. – 10. bekk skólans. Fræðslan verður í höndum Sigríðar Daggar kynfræðings.
ÍT ráð samþykkir að styrkja foreldrafélag grunnskóla Njarðvíkur um 50.000 kr.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ganga frá málinu.
3. Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur og umhirðu valla (2017010165)
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við samning um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða Keflavíkur og felur skrifstofu íþrótta- og tómstundamála að ganga frá honum í samvinnu við forsvarsmenn knattspyrnudeildar Keflavíkur.
4. Samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur um rekstur og umhirðu valla (2017010166)
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við samning um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða Njarðvíkur og felur skrifstofu íþrótta- og tómstundamála að ganga frá honum í samvinnu við forsvarsmenn knattspyrnudeildar Njarðvíkur.
5. Aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar (2016080411)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir húsnæðisvanda Pílufélags Reykjanesbæjar en félagið missir aðstöðuna sína á næstunni.
6. Skýrsla Flugmódelfélags Suðurnesja 2016 ( 2017011080)
Skýrslan móttekin. ÍT ráð þakkar greinargóða skýrslu.
7. Önnur mál
a) Aðsóknartölur í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar 2016
Heildarfjöldi notenda 707.276 þar af voru 233.324 sundgestir. Heildarfjöldi notenda jókst um 19.800 frá árinu 2015 þar af sundgestum um 13.200 í Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Frá sameiningu 1994 hafa um 11,2 miljónir notenda komið í Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar.
b) ÍT ráð óskar Sundfólkinu Þresti Bjarnasyni og Sunnevu Dögg Robertson íþróttakarli og íþróttakonu Reykjanesbæjar 2016 innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Þau eru bæði tvö frábærir sundmenn og státa af glæstum afrekum á árinu sem er að líða. Þröstur og Sunneva voru einnig kjörin íþróttafólk ársins hjá Keflavík og Njarðvík.
ÍT ráð óskar einnig þeim til hamingju sem hlutu viðurkenningu í sínum greinum og þeim íþróttamönnum sem urðu Íslandsmeistarar á árinu 2016.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2017.