108. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 7. mars 2017 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.
Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Alexander Ragnarsson, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Styrkur vegna Maltbikarstitils kvenna í körfuknattleik (2017020377)
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar kvennaliði Keflavíkur innilega til hamingju með Maltbikartitilinn sem vannst í Laugardalshöllinni 11. febrúar síðastliðinn. Titillinn var sá fjórtándi hjá liðinu.
Erindi frestað vegna máls nr 2.
2. Drög að reglum um styrkveitingu ef að félög vinna Íslands- og eða bikarmeistaratitla (2017020195)
Skrifstofu íþrótta- og tómstundamála var falið á síðasta fundi ráðsins að skýra vinnureglur er varðar styrkveitingu til íþróttafélaga í Reykjanesbæ. Þeirri vinnu er nú lokið og eru drög að nýjum vinnureglum hér með lagðar fram.
ÍT ráðið samþykkir drögin.
3. Mælaborð fræðslusviðs (2017020326)
Sviðsstjóri Fræðslusviðs kynnti fyrir ráðinu mælaborð en þar eru góðar upplýsingar að finna um fræðslusviðið.
4. Húsnæðismál bardagadeilda í Reykjanesbæ (2014100198)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti ráðið um að Hnefaleikafélag Reykjaness sé að öllum líkindum að missa æfingar- og keppnisaðstöðu sína í gömlu sundhöllinni, þar sem að samþykkt kauptilboð liggur fyrir í bygginguna.
ÍT ráð felur skrifstofu íþrótta- og tómstundamála að vinna að lausn á húsnæðisvanda Hnefaleikafélagsins.
5. Vinabæjarmót í Reykjanesbæ (2016100346)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá undirbúningi vegna vinabæjarmótsins sem fer fram 26. – 30. júní í sumar.
5. Þátttaka grunnskólabarna í íþróttum í Reykjanesbæ (2017030030)
Nýverið var gerð könnun um þátttöku grunnskólabarna í Reykjanesbæ í henni kemur fram að þátttakan er mismunandi eftir skólum eða frá 45 % og upp í 78 %.
ÍT ráð hefur áhyggjur af hreyfingaleysi barna og bindur vonir við að nýtt samgöngukerfi muni stuðla að aukinni þátttöku sem og hvatagreiðslur sem voru hækkaðar þann 1. janúar síðastliðinn úr 15.000 kr í 21.000 kr.
Önnur mál
a) ÍT ráð óskar Margréti Guðrúnu Svavarsdóttur hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitillinn sem hún vann fyrir skemmstu.
b) Málþing um rafrettur verður haldið á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 13. mars kl 17.00. Læknarnir Guðmundur Karl Snæbjörnsson og Lára G Sigurðardóttir munu halda erindi um málefni sem er afar heitt þessa dagana. Málþingið er skipulagt af Samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og FS.
c) ÍT ráðið býður öllum 10. bekkingum í grunnskólum Reykjanesbæjar upp á kynfræðslu í Stapanum 28. mars nk. Leikarar frá Borgarleikhúsinu fræða ungmennin. Ráðið bauð upp á sömu fræðslu í fyrra sem þótti lukkast vel.
d) Aðalfundur FÍÆT (félags íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa) mun fara fram á Reykjanesi 11. – 13. maí nk.
e) Vinnudagur embættis landlæknis tengt heilsueflandi samfélagi fer fram í Stapa 22.mars frá 10.00 – 15.00. Á fundinn hefur verið boðað að beiðni embættisins.
f) Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ stóðu fyrir sínu árlega körfuboltamóti í Reykjanesbæ helgina 4. og 5. mars sl. Þetta var 27. mót félaganna sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið tókst afar vel og voru keppendur, skipuleggjendur og gestir mjög ánægð með hvernig til tókst.
ÍT ráð er afar ánægt með framkvæmdina og óskar félögunum til hamingju með frábært mót. Næsta mót fer fram fyrstu helgina í mars 2018 og þá er mikilvægt að verslunareigendur, matsölustaðir og aðrir sem bjóða upp á hvers kyns afþreyingu séu tilbúin til að taka á móti þúsundum gesta sem streyma til bæjarins þessa helgi.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2017.