109. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 4.apríl 2017 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.
Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Guðbergur Reynisson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll.
1. Drög að samningi um rekstur og umhirðu púttvalla við Mánaflöt (2017030474)
Drög að nýjum samningi voru lögð fram.
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin.
2. Drög að samningi við KFUM og KFUK 2017 (2017030474)
Drög að nýjum samningi voru lögð fram.
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin
3. Drög að samningi við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um afnot af landi (2017030489)
Aron Ómarsson f.h. Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness óskaði eftir fundi fyrir stuttu til að ræða nýjan samning um afnot af landi undir starfsemi félagsins. Aron hyggst endurvekja upp starfið í Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness.
ÍT ráð er ánægt með framtakið og gerir ekki athugasemd við drögin sem hafa verið yfirfarin af Umhverfis- og skipulagssviði.
4. Drög að samningi við Skátafélagið Heiðabúa 2017 (2017040064)
Drög að nýjum samningi voru lögð fram.
ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin.
5. Beiðni um aukna lýsingu við sparkvöll Myllubakkaskóla (2017020183)
ÍT ráð tók fyrir beiðni unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur um aukna lýsingu við sparkvöll Myllubakkaskóla á fundi sínum í febrúar 2017. Það er ánægjulegt að tilkynna hér með að nú er búið að auka lýsinguna. Verkið var unnið í góðu samstarfi við Umhverfissvið.
Önnur mál
a) Kynning á hvað er í boði í íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ fyrir börn og unglinga. Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti.
b) ÍT ráð óskar Keflvíkingum góðs gengis í kvenna og karlakörfuboltanum en bæði lið standa í ströngu í úrslitakeppninni.
c) ÍT ráð óskar Keflvíkingum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í Ólympísku Taekwondo sem þau unnu á dögunum. En það hafa þau gert samfleytt síðan 2009.
d) ÍT ráð óskar Jóni Inga Ægissyni til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki 40 ára og eldri sem hann vann fyrir skemmstu.
e) ÍT ráð óskar Skotdeild Keflavíkur til hamingju með frábæran árangur um síðastliðna helgi en deildin eignaðist tvo Íslandsmeistara og unglingalið karla setti nýtt Íslandsmet.
f) ÍT ráð óskar Fimleikadeild Keflavíkur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitla sem unnust um síðastliðna helgi.
g) ÍT ráð óskar Margréti Guðrúnu Svavarsdóttur til hamingju með silfur verðlaun á Norðurlandamótinu í hnefaleikum.
h) ÍT ráð óskar Júdódeild UMFN innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana sem unnust um síðastliðna helgi.
i) ÍT ráð óskar Holtaskóla til hamingju með að hafa komist áfram í úrslit Skólahreysti keppninnar 2017.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2017.