110. fundur

02.05.2017 00:00

110. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 2.maí 2017 að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.

Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Alexander Ragnarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestur fundarins var: Ingigerður Sæmundsdóttir formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.

1. Stefnumótun íþróttabandalags Reykjanesbæjar (2016120004)
Ingigerður Sæmundsdóttir kynnti stefnumótun íþróttabandalags Reykjanesbæjar sem unnin hefur verið undanfarna mánuði.
ÍT ráðið þakkar fyrir góða vinnu sem mun vafalaust nýtast vel í fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs og til næstu ára.

2. Ályktun ráðstefnunnar Ungs fólks og lýðræðis 2017 (2017040300)
Ályktun ráðstefnunnar lögð fram. Fjórir fulltrúar frá ungmennaráði Reykjanesbæjar sóttu ráðstefnuna sem fór fram á Laugarbakka í mars. Ráðið mun hitta bæjarstjórn Reykjanesbæjar 16. maí nk.
ÍT ráð tekur undir ályktun unga fólksins og vitnar til síðustu setningar ályktunarinnar ,,Ungt fólk er ekki bara framtíðin við erum til núna og höfum áhrif núna“

3. Ársskýrsla Pílufélags Reykjanesbæjar 2016 (2017040302)
Ársskýrsla Pílufélagsins lögð fram.
ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

4. Viðhaldsáætlun grasvalla hjá UMFN 2017 ( 2017040312)
Viðhaldsáætlun grasvalla hjá UMFN fyrir sumarið 2017 lögð fram.
ÍT ráð þakkar fyrir viðhaldsáætlunina.

5. Viðhaldsáætlun grasvalla Keflavíkur 2017 (2017040314)
Viðhaldsáætlun grasvalla hjá Keflavík fyrir sumarið 2017 lögð fram.
ÍT ráð þakkar fyrir viðhaldsáætlunina.

6. Ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK á Suðurnesjum 2016 (2017040305)
Árskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK á Suðurnesjum 2016 lagt fram til kynningar.
ÍT ráð þakkar fyrir skýrsluna og reikninga.

Önnur mál
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar kvennaliði Keflavíkur innilega til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitlana í körfuknattleik sem unnust fyrir stuttu.
ÍT ráð óskar 8. flokki kvenna hjá Njarðvík til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Keflvíkingum með silfrið.
ÍT ráð óskar íþróttafélaginu NES til hamingju með Hængsbikarinn sem þau unnu um síðastliðna helgi.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2017.