114. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 7.nóvember 2017 var haldinn að Tjarnargötu 12 kl. 16:30.
Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Guðbergur Reynisson, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB boðaði forföll.
Lovísa Hafsteinsdóttir formaður ÍT ráðs vék af fundi undir máli númer þrjú.
Rúnar V. Arnarson vék af fundi undir máli númer fimm.
1. Umsókn um styrk fyrir sunddeildir Keflavíkur og UMFN (2017100279)
Sundráð ÍRB óskar hér með eftir fyrir hönd Sunddeildar Keflavíkur og Sunddeildar UMFN sambærilegum styrk og barna- og unglingaráð Keflavíkur og UMFN fengu til að halda æfingagjöldum niðri vegna kaupa á tímum á æfingatíma.
ÍT ráð getur ekki orðið við erindinu.
Ástæða þess að knattspyrnudeildirnar fengu styrk til kaupa á tímum í Sporthúsinu var;
vegna plássleysis í Reykjaneshöllinni og aukningar á fjölda iðkenda. Ákvörðun um styrk var ekki tengt æfingagjöldum félaganna.
2. Beiðni um aukinn þjálfarastyrk fyrir ÍRB (2017100292)
Nú standa yfir umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og vonar ráðið að fjármagn fáist til að hækka núverandi samning.
3. Umsókn Akurskóla í Forvarnarsjóð (2017010181)
ÍT ráð samþykkir erindið um 50.000 kr.
4. Fjárhagsáætlun ÍT 2018 (2017090302)
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir ramma fjárhagsáætlunar 2018 ásamt því að fara yfir fjárhagsgögn er varða stefnumótun íþróttafélaga. ÍT ráð leggur til að hvatagreiðslur verði hækkaðar og að aldurinn verði 18 ár enda sjálfræðisaldurinn miðaður við þann aldur.
5. Umsókn leikskólans Vesturbergs í forvarnarsjóð (2017010181)
Þessi umsókn var til umfjöllunar á síðasta fundi ÍT ráðs. Helga Arnarsyni sviðsstjóra Fræðslusviðs var falið að afla frekari gagna varðandi umsóknina. Gögnin lögð fram.
ÍT ráð samþykkir að styrkja erindið um 100.000 kr.
6. Hvatagreiðslur 2017 - Skipting milli íþrótta- og tómstundafélaga (2017010120)
Að beiðni íþrótta- og tómstundafulltrúa tók starfsfólk hagdeildar Reykjanesbæjar saman skiptingu á hvatagreiðslum til foreldra og flokkaði frá hvaða íþrótta- og eða tómstundafélögum iðkendurnir eru að koma.
Margt áhugavert kemur þar fram s.s. fleiri stúlkur (645) nota hvatagreiðslur heldur en strákar (591). Hlutfall erlendra barna er 9,8 % og þar er verk að vinna við að fjölga erlendum börnum í starfi íþrótta- og tómstundafélaga.
Iðkendur frá Keflavík eru með flestar úthlutanir alls 662. Njarðvík er með 277 og Danskompaní 153, aðrir eru með færri úthlutanir.
Flestir iðkendur Keflavíkurmegin eru frá knattspyrnudeildinni sem eru með 282 úthlutanir, fimleikadeildin er með 203 og körfuknattleiksdeildin er með 132 úthlutanir.
Hjá Njarðvík eru flestir iðkendur hjá körfuknattleiksdeildinni með alls 156 úthlutanir, knattspyrna er með 61 og sunddeild með 44, aðrir eru með færri úthlutanir.
ÍT ráð þakkar Hirti Harðarsyni og Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur starfsmönnum hagdeildar fyrir greinargóða vinnu.
7. Tóbaks- og vínkönnun Samsuð 2017 (2017110088)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá tóbakskönnun Samsuð sem fór fram 1. nóvember sl. Niðurstaða könnunarinnar sýndi að alls seldu 11 sölustaðir af 23 á Suðurnesjum tóbak sem þýðir að tæplega 48 % sölustaða seldu ungmennunum tóbak. Gleðilegu tíðindin eru á hinn bóginn að dagana 30. október til 3. nóvember fór fram könnun um hvort ungmenni gætu keypt bjór í Vínbúðunum á Suðurnesjum og það er skemmst frá því að segja að ekkert ungmenni fékk afgreiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2017.