115. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5.desember 2017 kl. 16:30.
Viðstaddir: Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins undir máli númer átta; Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, Sævar Leifsson vallarstjóri Nettóvallar, Jónas Guðni Sævarsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur. Leifur Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur og vallarstjóri Njarðtaksvallar.
1. Beiðni um kaup á sviði og gólfefni í íþróttahús Reykjanesbæjar(2017110184)
Erindi frá íþróttafélögunum Keflavík og Njarðvík um kaup á sviði og gólfefni til að varna skemmdum á parketum íþróttahúsanna þegar margvísleg starfsemi fer þar fram.
Íþrótta- og tómstundaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. ÍT ráð er á hinn bóginn jákvætt fyrir málinu en hefur lokið vinnu við fjárhagsáætlun 2018. ÍT ráð vísar málinu í bæjarráð til frekari afgreiðslu.
2. Staða sjóða íþrótta- og tómstundaráðs 2017(2017110314)
Rekstur sjóða ÍT er í jafnvægi og ráðið er afar stolt af því að geta styrkt margvísleg verkefni tengd íþróttum, tómstundum og forvörnum.
Ráðið gerir meðal annars samning við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar með svonefndum þjálfarastyrkjum sem er með það að aðalmarkmiði að stuðla að því að börn og ungmenni njóti leiðsagnar menntaðra þjálfara. Þessi samningur verður hækkaður um 6.000.000 kr. á næsta ári. Að auki heldur ráðið utan um hvatagreiðslur sem létta undir fjárhagslega með foreldrum barna á grunnskólaaldri sem taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Um það bil 1.200 fjölskyldur hafa nýtt sér hvatagreiðslurnar árið 2017. Stefnt er að því að hækka hvatagreiðslurnar úr 21.000 kr. í 28.000 kr. á næsta fjárhagsári.
3. Umsóknir í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar(2017010181)
a) Umsókn frá Akurskóla vegna kynfræðslu fyrir nemendur í 7. – 10. bekk og foreldra þeirra um kvöldið. Fyrirlesari er Sigga Dögg. ÍT ráðið samþykkir að styrkja erindið um 100.000 kr.
b) Umsókn foreldrafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna fyrirlesturs um heilsu. Fyrirlesari er Logi Geirsson. ÍT ráð samþykkir að styrkja erindið um 80.000 kr.
c) Umsókn foreldrafélags grunnskólanna í Reykjanesbæ vegna fyrirlesturs um læsi og lestrarfærni fyrir nemendur í 1. – 4. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Fyrirlesari er Bryndís Guðmundsdóttir. ÍT ráðið samþykkir að styrkja erindið um 70.000 kr.
4. Umsókn Sk8roots í Tómstundasjóð (2017030058)
Umsókn Sk8roots í Tómstundasjóð Reykjanesbæjar til að bjóða upp á námskeið fyrir ungmenni sem áhuga hafa á hjólabrettum. Leiðbeinandi Hugo Hoffmeister. ÍT ráð samþykkir að styrkja námskeiðið um 100.000 kr.
5. Drög að samningi við Pílufélag Reykjanesbæjar(2016080411)
Drög að samningi við Pílufélag Reykjanesbæjar um notkun á aðstöðu að Keilisbraut 755 undir starfsemi félagsins. ÍT ráð samþykkir samninginn. Samningurinn hefur verið lesinn yfir af lögmanni sveitarfélagsins.
6. Lögreglusamþykkt (2017060143)
Lögreglusamþykktin lögð fram til kynningar. ÍT ráð gerir ekki athugasemdir.
7. Skýrslur vallarstjóra UMFN og Keflavíkur 2017(2017010166)
Vallarstjórar mættu á fund ÍT ráðs og fylgdu skýrslunum úr hlaði.
ÍT ráð þakkar greinargóðar skýrslur.
8. Önnur mál
ÍT ráð óskar Sundráði ÍRB til hamingju með frábæran árangur sundfólks deildarinnar að undanförnu.
ÍT ráð óskar Júdódeild UMFN með flottan árangur á móti sem fór fram fyrir skemmstu.
ÍT ráð óskar Jóhönnu Júlíu Júlíusdóttur til hamingju en hún varð Íslandsmeistari í Crossfit um síðastliðna helgi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. desember 2017.