118. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. mars 2018 kl. 16:30.
Viðstaddir:Jón Haukur Hafsteinsson, Lovísa N. Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, Ásgeir Hilmarsson, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestur fundarins undir máli númer eitt var Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður.
1. Fjörheimar(2018030011)
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti starf félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima.
ÍT ráð fagnar hversu blómlegt starfið í Fjörheimum er orðið og fagnar því hversu vel hún og hennar starfsfólk hefur tekist að ná til ungmennanna.
2. Samtakahópurinn 2018 (2018020349)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti breytingar á Samtakahópnum. Hann er þverfaglegur forvarnarhópur sem fundar á tveggja vikna fresti og vinnur að forvarnarmálum í Reykjanesbæ. Hópurinn mun innan skamms taka við verkefnum heilsueflandi samfélags sem eru m.a. Lífshlaupið, Hreyfivika UMFÍ, heilsu- og forvarnarvika, yfirferð á lýðheilsuvísum embættis landlæknis og samskiptum við Rannsóknir- og greiningu.
3. Vinnuhópur um nýjan gervigrasvöll(2018020005)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá störfum vinnuhóps um nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ.
4. Samningur við Pílufélag Reykjanesbæjar 2018(2018020281)
Samningur við Pílufélag Reykjanesbæ lagður fram til kynningar.
5. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ(2018010072)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir tímalínu vegna bardagahússins og teikningar hvernig fyrirhugað sé að skipta upp rýminu á milli bardagadeildanna.
6. Sundmiðstöð - breyting á afgreiðslu(2018030014)
Teikningar af breytingu á afgreiðslu Vatnaveraldar lagðar fram til kynningar. Þar sem að um nýframkvæmd er að ræða er verkefnið að mestu á könnu Umhverfis- og skipulagssviðs.
7. Aðstaða undir landæfingar fyrir Sundráð ÍRB(2016060064)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá gangi mála er varðar aðstöðu undir landæfingar fyrir Sundráð ÍRB. Stefnt er að vígslu aðstöðunnar innan skamms.
8. Ungmennaráð Reykjanesbæjar(2016090352)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá störfum ungmennaráðs. Þau hafa hafið störf og eru byrjuð að undirbúa sig fyrir fund með bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem haldinn verður síðar á árinu.
9. Önnur mál
ÍT ráð óskar Loga Gunnarssyni körfuknattleiksmanni innilega til hamingju með glæsilegan landsliðsferil en eins og kunnugt er þá lagði hann landsliðsskóna á hilluna fyrir skemmstu.
ÍT ráð óskar Birni Snævari Björnssyni hnefaleikakappa til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann á dögunum.
ÍT ráð óskar Kára Ragúel Víðissyni og Ingólfi Rögnvaldssyni til hamingju með Íslandsmeistaratitla í glímu í þriðja móti meistararaðar Glímusambands Íslands sem fór fram um þar síðustu helgi.
ÍT ráð óskar barna- og unglingaráðum körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur til hamingju með glæsilegt Nettómót. Alls mættu 2.000 gestir í Vatnaveröld um helgina.
Fundi slitið kl. 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. mars 2018.