123. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. október 2018 kl. 16.00.
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Rúnar V. Arnarson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins undir málum númer eitt til þrjú: Jenný L. Lárusdóttir framkvæmdastjóri UMFN og Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN.
1. Ný íþróttaaðstaða UMFN á Afreksbraut 10 (2018090324)
Á vordögum 2017 óskaði íþrótta- og tómstundaráð eftir því að íþróttafélögin sendu frá sér hver brýnustu verkefnin væru í náinni framtíð og hver forgangsröðin væri, sem og að félögin hugi að stefnumótun í starfi sínu.
Tillaga a) Framtíðaruppbygging við Afreksbraut sem Reykjanesbær samþykkti árið 2006 að framkvæma.
Bókun ÍT ráðs: ÍT ráð ætlar að fara í framtíðarstefnumótun í samstarfi við íþróttafélögin á öllum íþróttasvæðum í Reykjanesbæ þar sem farið verður nánar yfir þessa hugmynd sem og aðrar.
Tillaga b) Byggingarnefnd við Stapaskóla myndi stækka tilvonandi íþróttahús, þannig að þar yrði löglegur keppnisvöllur í körfubolta.
Bókun ÍT ráðs:
b) ÍT ráð styður þá tillögu að stækka tilvonandi íþróttahús og leggur til að USK kappkosti að íþróttahúsið verði löglegt keppnishús með áhorfendastúkum.
2. Beiðni um kaup á tímum í Sporthúsinu fyrir UMFN (2018090378)
Erindi frá knattspyrnudeild UMFN um aðstoð við að leigja knattspyrnuvöll í Sporthúsinu.
ÍT ráð hefur ekki fjármagn til að verða við þessari beiðni en hefur fullan skilning á nauðsyn þess að kaupa tíma í Sporthúsinu. Erindinu vísað í bæjarráð.
3. Beiðni um breytingu á félagssal UMFN (2018090377)
UMFN óskar eftir að Reykjanesbær fari í þær framkvæmdir á félagssal UMFN í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík að flytja loftræstistokk sem er við miðju salarins og eyðileggur fulla nýtingu hans.
Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN og Jenný L. Lárusdóttir framkvæmdastjóri UMFN fylgdu erindinu úr hlaði.
Bókun ÍT ráðs: ÍT ráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið taki erindið fyrir.
4. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2019 (2018090230)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fjárhagsramma sem úthlutað er til málaflokksins.
Bókun ÍT ráðs: Það er mat ÍT ráðs að áður samþykktur fjárhagsrammi dugi ekki fyrir nauðsynlegum verkefnum til framþróunar.
5. Heilsu- og forvarnarvika 2018 (2018090325)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu viðburði heilsu- og forvarnarvikunnar en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá um málefni líðandi stundar.
Bókun ÍT ráðs: ÍT ráð þakkar fyrirtækjum og stofnunum fyrir þátttökuna og hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt í vikunni.
6. Hvatagreiðslur 2018 (2018010076)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir því að fjármagn sem ætlað var fyrir hvatagreiðslur hafi ekki dugað.
Bókun ÍT ráðs: ÍT ráð telur að orsakir þess að fjármagn hafi ekki dugað sé vegna mikillar íbúafjölgunar og æ fleiri taki þá ákvörðun að sækja um sínar hvatagreiðslur en áður. ÍT ráð er ánægt með að íbúar nýti hvatagreiðslur sveitarfélagsins.
7. Umsókn í forvarnarsjóð (2018010081)
a) Umsókn frá Taekwondo deild Keflavíkur þar sem fyrirhugað er að halda fríar æfingabúðir með erlendum þjálfara. Taekwondo hefur eins og aðrar íþróttir gríðarlegt forvarnargildi fyrir börnin okkar og unglingana og er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ.
Ákvörðun ÍT ráðs: Erindinu hafnað.
b) Umsókn FFGÍR – nýverið fór Dóra Guðrún Bjarnadóttir geðlæknir á Landspítalanum og fræddi nemendur í öllum 9. bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ um misnotkun, áhrif og fráhvarfseinkenni kannabis, róandi og verkjalyfja. Að auki var boðið upp á vel heppnaðan fund fyrir foreldra sem var vel sóttur.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr.
8. Erindi Golfklúbbs Suðurnesja (2018090306)
Beiðni GS um aukastyrkveitingu sökum erfiðs rekstrarárs hjá félaginu.
ÍT óskar eftir því að fá forsvarsmenn GS á næsta fund ráðsins.
9. Umsókn Taekwondodeildar Keflavíkur í Tómstundasjóð (2017120270)
Beiðni um kaup á búnaði til að mæta fjölgun á iðkendum.
Ákvörðun ÍT ráðs: Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða málið með Taekwondodeildinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. október 2018.