124. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. nóvember 2018.
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Brynjar Freyr Garðarsson og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Rúnar V. Arnarson formaður ÍRB og Birgir Már Bragason boðuðu forföll.
Gestir undir máli númer eitt: Jóhanna María Gylfadóttir og Berglind Bjarnadóttir frá íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum (NES).
Gestir undir máli númer tvö: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Gunnar Jóhannsson frá Golfklúbbi Suðurnesja.
1. Nes - kynning á starfi félagsins (2018090206)
Forsvarsmenn íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum (NES) kynntu starfsemi félagsins og beiðni um rekstrarsamning. ÍT ráð þakkar greinargóða kynningu og vísar hugmyndum um samstarfssamning við Reykjanesbæ til fjárhagsáætlunarvinnu ÍT ráðs fyrir árið 2019.
2. Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja (2018090306)
Forsvarsmenn Golfklúbbs Suðurnesja kynntu starfsemi klúbbsins sumarið 2018 sem var mjög erfitt ár sökum veðurfars. ÍT ráð þakkar greinargóða kynningu og vísar hugmyndum klúbbsins til fjárhagsáætlunarvinnu ÍT ráðs fyrir árið 2019.
3. Ársskýrsla vallarstjóra UMFN 2018 (201810022)
Skýrslan lögð fram til kynningar.
ÍT ráð þakkar fyrir góða skýrslu.
4. Skýrsla vallarstjóra Nettóvallar 2018 (2018100314)
Skýrslan lögð fram til kynningar.
ÍT ráð þakkar fyrir góða skýrslu.
5. Umsókn í forvarnarsjóð (2018010081)
Leikskólinn Skógarás sækir um í forvarnarsjóð til að bjóða upp á núvitundarþjálfun fyrir starfsfólk leikskólans.
Erindi frestað. ÍT ráð óskar eftir frekari upplýsingum.
Fundi lokið kl 17.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. nóvember 2018.