130. fundur

28.05.2019 16:30

130. fundur íþrótta og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28.maí 2019 kl. 16:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Forföll: Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs.
Gestir fundarins undir máli númer eitt: Arnar Pálsson og Snædís Helgadóttir ráðgjafar frá Capacent.

1. Uppbygging íþróttamannvirkja og -svæða - rýnivinna (2019050297)

Arnar Pálsson og Snædís Helgadóttir ráðgjafar Capacent gerðu grein fyrir málinu.

2. Hreyfivika UMFÍ í Reykjanesbæ 27.05 - 02.06 (2019051876)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá hreyfivikunnar í Reykjanesbæ.

Fylgigögn

Dagskrá hreyfiviku

3. Úthlutun íþróttasjóðs vinnureglur (2019050294)

Íþrótta- og tómstundaráð telur að nauðsynlegt sé að hækka styrki til íþróttafólks sem ferðast til útlanda á vegum landsliða sinna. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Fylgigögn

Kostnaður leikmanna yngri landsliða í körfuknattleik
Vinnureglur íþróttasjóðs ÍT

4. Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum (2019051880)

Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum lögð fram.

Fylgigögn

Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum

Önnur mál:

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Rúnari V. Arnarsyni fyrir vel unnin störf sem formaður ÍRB og um leið er Guðbergi Reynissyni óskað til hamingju með formannsembættið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2019.