131.fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 (Fjölskyldusetrinu) 18. júní 2019, kl. 16:00
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða - rýnivinna (2019050297)
Bókun ÍT ráðs vegna stefnumótunar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða Reykjanesbæjar.
Mikilvægt er að koma til móts við vaxandi starfsemi íþróttafélaganna í Reykjanesbæ og sett verði framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir alla íbúa sem eru samnýtt af íþróttafélögum innan bæjarins.
Í framhaldi af vinnu Capacent á stefnumótun í aðstöðu og íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ er ljóst að sameiginleg nýting mannvirkja og íþróttabúnaðar er skynsöm nýting á skattfé, aðgengi betra fyrir íbúa og stuðlar að aukinni þátttöku barna í íþróttum.
ÍT ráð er sammála ályktunum úr skýrslu Capacent um að bæta þurfi nýtingu á íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ í samstarfi við skóla og íþróttafélög.
Framtíðarstefna Reykjanesbæjar skal stuðla að sameiginlegri nýtingu mannvirkja, uppbyggingu miðlægs íþróttasvæðis og hagkvæmri aðstöðu fyrir bæjarbúa.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að eftirfarandi framkvæmdir við íþróttamannvirki verði settar á fjárhagsáætlun á næstu árum. Uppbygging aðstöðu og íþróttamannvirkja verði reglulega endurskoðuð í samræmi við framtíðarsýn bæjarins.
2019
• Unnið með niðurstöður Capacent og stillt upp þörfum íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut
• Teiknað upp framtíðarsvæði við Afreksbraut í samstarfi við USK og ÍT ráð
• Áhersla lögð á að tengja hjóla- og göngustíga úr nærliggjandi hverfum
2020
• Hafist handa við byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku og búningaaðstöðu vestan Reykjaneshallar
• Ný áhaldageymsla við Reykjaneshöll
2021
• Hafist handa við hönnun á fjölnota íþróttahúsi við Afreksbraut sem staðsett verður á svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu. Í íþróttahúsinu verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykjanesbæjar, framtíðar aðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir
2022-2026
• Hafist handa við byggingu fjölnota íþróttahúss sem verður byggt í áföngum
• ÍT ráð leggur áherslu á að keppnishús fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir fimleikadeild verði byggð í fyrstu áföngum byggingarinnar
Fyrrgreindar tillögur verða unnar í samráði við aðalstjórnir beggja félaga og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða formenn til fundar.
Fylgigögn
Borgarbraut 2005
Umræðupunktar og sjónarmið
Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - Capacent
2. Umsókn í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2019050291)
Umsókn frá B.A.B Bikers against bullying.
ÍT ráð getur ekki orðið við erindinu.
Fylgigögn
Umsókn í forvarnarsjóð
BAB I
BAB II
3. Vertumemm - eflum fjölmenninguna í íþrótta- og tómstundastarfi (20190502969)
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá verkefninu Vertumemm - eflum fjölmenninguna í íþrótta- og tómstundastarfi og hvað sé framundan í þessu verkefni sem er unnið í góðu samstarfi við Velferðarsvið.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar þessu verkefni.
Fylgigögn
Fjölmenning
4. Ný sumarnámskeið í samstarfi við mennta og menningarmálaráðuneytið (2019040335)
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli styðja fjárhagslega margvísleg verkefni á Suðurnesjum í kjölfar falls Wow Air. Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá fjórum námskeiðum sem fengu styrk frá ráðuneytinu.
Fylgigögn
Íþrótta- og leikjaskóli
Kofabyggð
Símalausa sumarnámskeiðið
Sport- og ævintýraskóli
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júní 2019.