134. fundur

17.10.2019 16:00

134. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. október 2019 kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestur fundarins undir máli númer eitt var Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs.

1. Stefnumótun íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ (2019050297)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir kostnaðartölur varðandi nýjan gervigrasvöll og fór yfir deiliskipulag og fyrirhugaðar framkvæmdir er tengjast íþrótta- og tómstundamálum í Reykjanesbæ. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða kynningu.

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - framtíðarsýn

Bókun íþrótta- og tómstundaráðs vegna stefnumótunar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða Reykjanesbæjar.

Í stefnu Reykjanesbæjar frá 2020-2030 er uppbygging íþróttamannvirkja til að styðja við öflugt íþróttastarf eitt af markmiðum bæjarins.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar fagnar því að unnið sé í samræmi við niðurstöður Capacent þar sem ljóst er að mikil þörf er á bættri æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnufélög bæjarins.
Frá fundi íþrótta-og tómstundaráðs 18.júní sl. er búið að funda með forsvarsmönnum beggja félaga og þarfir þeirra teknar til skoðunar, sérstaklega hvað varðar gervigrasvöll fyrir bæði félög og íþróttahús fyrir UMFN.
Ef teknar eru til greina þarfir íþróttafélaganna til hliðsjónar við framtíðarsýn sem var kynnt af Capacent og þær kostnaðartölur sem voru lagðar fram af umhverfis og skipulagssviði er ljóst að framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja á miðlægu íþróttasvæði er hagkvæmasti kosturinn fyrir Reykjanesbæ í heild sinni.
Ennfremur mun íþrótta- og tómstundaráð halda áfram þeirri mikilvægu vinnu í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum bæjarins í takt við þá tímaætlun sem birtist hér að neðan.
Það skal taka fram að íþrótta- og tómstundaráð er ekki að stuðla að sameiningu íþróttafélaganna á nokkurn hátt þó í einhverjum tilfellum sé rætt um sameiginlega nýtingu á aðstöðu.
Það er mat íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar að eftirfarandi framkvæmdir verði settar á fjárhagsáætlun en jafnframt að uppbygging aðstöðu og íþróttamannvirkja verði reglulega endurskoðuð og mögulega flýtt.

2019
• Unnið með niðurstöður Capacent og áfram verði unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja í góðri samvinnu við íþróttahreyfinguna.
• Teiknað upp framtíðarsvæði við Afreksbraut í samstarfi við umhverfissvið og íþrótta- og tómstundaráð. Áhersla lögð á að tryggja fjármagn fyrir nýjan sameiginlegan æfingagervigrasvöll sem nýtist báðum félögunum. Unnið verði í samvinnu við innkaupastjóra Reykjanesbæjar og umhverfissvið að útbúa útboðsgögn og kostnaðaráætlun fyrir æfingagervigrasvöll.
• Áhersla lögð á að tengja hjóla- og göngustíga úr nærliggjandi hverfum.

2020
• Hafist handa við byggingu á æfingagervigrasvelli og búningaaðstöðu vestan Reykjaneshallar.
• Ný áhaldageymsla við Reykjaneshöll.
• Áfram unnið að framtíðarsvæði við Afreksbraut í samstarfi við umhverfissvið og íþrótta-og tómstundaráð – Áhersla lögð á að tryggja fjármagn fyrir hönnun á fyrsta áfanga á íþróttahúsi sem hýsir keppnisvöll og félagsaðstöðu fyrir UMFN.

2021
• Hafist handa við fullnaðarhönnun og uppbygginu á íþróttahúsi við Afreksbraut. Á svæðinu við Afreksbraut verður einnig framtíðaraðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir. Þessi áfangi er háður því að Akademíunni verði fundin önnur not eða seld og hvetur íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæ að fara skoða þann möguleika sem allra fyrst.

2022-2026
• Framkvæmdir við byggingu íþróttahúss og áframhaldandi uppbygging íþróttamannvirkja við Afreksbraut.

Fyrrgreindar tillögur verða unnar í samráði við aðalstjórnir íþróttafélaganna og íþróttabandalag Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Tillögur að bættri æfingaaðstöðu knattspyrnudeilda í Reykjanesbæ
Fundur UMFN og Keflavíkur með ráðgjafa Capacent
Íþróttamannvirki- og svæði Reykjanesbæjar
Vinnuhópur um nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ

2. Skýrsla um símalausa námskeið Keflavíkur 2019 (2019080558)

Skýrslan lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

Fylgigögn:

Símalausa námskeiðið 2019


Fundi lokið kl 18.07. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.