135. fundur

12.11.2019 16:00

135. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12.nóvember 2019 kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Valþór Söring varaformaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestur fundarins undir máli númer eitt var Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja.

DAGSKRÁ

1. Kynning á barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Suðurnesja (2019110059)

Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja sagði frá metnaðarfullu starfi barna og ungmenna sumarið 2019. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða kynningu.

Fylgigögn:

Íþróttastarf Golfklúbbs Suðurnesja - kynning

2. Styrkbeiðni vegna 30 ára afmælis Nettómótsins í körfuknattleik (2019100392)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar körfuknattleiksdeildunum innilega til hamingju með 30 ára afmæli Nettómótsins. Ráðið tekur jákvætt í erindið og vísar því í vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Fylgigögn:

Styrkbeiðni vegna Nettómótsins 2020

3. Umsókn Skógaráss í Forvarnarsjóð (2019050291)

ÍT ráð samþykkir 100.000 kr. í verkefnið.

Fylgigögn:

Umsókn Heilsuleikskólans Skógaráss um styrk úr Forvarnarsjóði ÍT
Greinargerð með umsókn Skógaráss

4. Rafíþróttadeild Keflavíkur (2019110058)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá samskiptum sínum við frumkvöðla sem vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan vébanda Keflavíkur. ÍT ráð fagnar því að þetta mál sé komið af stað og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að styðja við verkefnið eins og hægt er.

5. Upplýsingar Skátafélagsins Heiðabúa um kofabyggð sumarið 2019 (2019080558)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þessu skemmtilega verkefni sem fór fram í júlí og ágúst á malarvellinum við Hringbraut sl. sumar. Alls tóku 129 börn þátt og byggðir voru 33 kofar af ýmsum stærðum og gerðum. Stefnt er að því að endurtaka leikinn næsta sumar.

6. Norðurlandameistaramót í ólympískum hnefaleikum 27. - 29. mars 2020 (2019110082)

Hnefaleikasamband Íslands óskar eftir aðstöðu til að halda Norðurlandameistaramót í ólympískum hnefaleikum 27. – 29. mars 2020. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Erindi frá Hnefaleikasambandi Íslands - Norðurlandameistaramót í ólympískum hnefaleikum 2020

7. Staða sjóða ÍT 2019 (2019110084)

Rekstur sjóða ÍT er í jafnvægi ef frá eru taldar hvatagreiðslur en ljóst er að það fjármagn sem úthlutað var í hvatagreiðslur dugar ekki. Ef miðað er við 2018 þá verður yfirkeyrsla á hvatagreiðslum en þó ekki í sama mæli og í fyrra.

Íþrótta- og tómstundaráð er afar stolt af því að geta styrkt margvísleg verkefni tengd íþróttum, tómstundum og forvörnum.

Staða sjóða ÍT 2019

8. Fjárhagsáætlun 2020 (2019080559)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2020. Fyrir utan hefðbundinn rekstur þá eru áherslur ráðsins eftirfarandi, birt með fyrirvara um að ekki verði gerðar breytingar í umræðum bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.

Stefnt er að: Hækkun á hvatagreiðslum úr 28.000 í 35.000 kr., frítt í sund fyrir 18 ára og yngri, samstarfssamningum við aðalstjórnir Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Ungmennafélag Njarðvíkur, kofabyggð Skátafélagsins Heiðabúa, áframhaldandi stuðningi við starfsemi Virkjunar, hafist verði handa við byggingu á nýjum gervigrasvelli vestan Reykjaneshallar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 19. nóvember 2019.