137. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. janúar 2020 kl. 16:00
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Styrkbeiðni vegna 30 ára afmælis Nettómótsins (2019100392)
Erindið var tekið fyrir á 135. fundi íþrótta- og tómstundaráðs og þar tók ráðið jákvætt í erindið og vísaði til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2020.
Ráðið samþykkir að veita 500.000 kr. í 30 ára afmælisgjöf Nettómótsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fylgigögn:
Styrkbeiðni vegna Nettómótsins 2020
2. Sundráð ÍRB styrkbeiðni (2020010206)
Sundráð ÍRB sækir um styrk til að standa undir æfingaferð þriggja sundmanna sem eru að undirbúa sig undir stórmót.
ÍT ráð getur ekki orðið við erindinu þar sem æfingaferðir falla ekki undir reglur sjóðsins.
Fylgigögn:
Styrkbeiðni frá Sundráði ÍRB
3. Samningur um rekstur íþróttasvæða við stjórn Knattspyrnudeild Keflavíkur 2020 (2020010207)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
4. Samningur um rekstur íþróttasvæða við knattspyrnudeild UMFN 2020 (2020010208)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
5. Samningur við Hestamannafélagið Mána og skýrsla barnastarfs 2019 (2020010211)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Hestamannafélaginu Mána fyrir greinargóða skýrslu.
Fylgigögn:
Starfsárið 2019 - skýrsla Æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Mána
Samningur milli íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og Hestamannafélagsins Mána
6. Samningur við ÍRB um greiðsluþátttöku vegna íþróttaþjálfunar barna og ungmenna 2020 (2020010213)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Fylgigögn:
Samningur milli íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar
7. Umsókn í Forvarnarsjóð (2020010022)
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að styrkja erindið.
Fylgigögn:
Umsókn Myllubakkaskóla um styrk úr forvarnarsjóði ÍT
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2020.