138. fundur

10.03.2020 09:00

138. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. mars 2020, kl. 16:00

Viðstaddir:
Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Tillaga frá Miðflokki um stofnun afrekssjóðs (2019060245)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Margréti Þórarinsdóttur fyrir tillögu um stofnun nýs sjóðs og óskar jafnframt eftir að fá fullmótaða tillögu ásamt kostnaðarmati fyrir næsta fund ráðsins.

2. Starfsáætlun fræðslusviðs - áherslur ÍT (2019120103)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir áherslur ÍT í starfsáætlun fræðslusviðs.

Fylgigögn:

Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2020
Starfsáætlun fræðslusviðs 2020 - áherslur ÍT

3. Umsóknir í forvarnarsjóð (2020010022)

a) Umsókn Heiðarskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á hinsegin fræðslu frá Guðmundi Kára Þorgrímssyni og fræðsluna ,,ekki vera fáviti“ sem Sólborg Guðbrandsdóttir flytur.

Umsókn Heiðarskóla er samþykkt.

b) Umsókn Myllubakkaskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á vímuefnafræðslu sem heitir Veldu frá Heilsulausnum.

Umsókn Myllubakkaskóla í forvarnarsjóð er samþykkt.

c) Umsókn Krýsuvíkursamtakanna í forvarnarsjóð.

ÍT ráð getur ekki orðið við beiðninni.

4. Samningur um eflingu barna- og ungmennastarfs GS (2020021604)

Samningur um eflingu barna- og ungmennastarfs GS lagður fram og samþykktur.

5. Samningur um rekstur og umsjón púttvalla í Reykjanesbæ (2020021605)

Samningur um rekstur og umsjón púttvalla í Reykjanesbæ lagður fram og samþykktur.

6. Skipun starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs(2020010077)

Skipunarbréf lagt fram og samþykkt.

Fylgigögn:

Erindisbréf starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs

7. Samstarf sundlauga á Suðurnesjum (2020030147)

Erindi lýðheilsufulltrúa.

Samstarf sundlauga á Suðurnesjum.

Lagt fram minnisblað samráðshóps um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum. Samráðshópurinn leggur til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að:

a) fella niður gjöld fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára þvert á sveitarfélög.

b) árskort í sundlaugarnar gildi á milli sundlauga á Suðurnesjum.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að samþykkja lið a) en vísa lið b til frekari vinnu forstöðumanna íþróttamannvirkja á Suðurnesjum.

8. Fjölskylduopnanir í Fjörheimum (2020030148)

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar þessu framtaki að bjóða fjölskyldufólki að nýta félagsmiðstöðina Fjörheima til samverustunda. Opið verður frá kl 11.00 – 13.00 alla laugardaga í mars og laugardaginn 4. apríl í tilraunaskyni. Farið verður í leiki, barnamynd sýnd í bíósal og margt fleira verður í boði.

Fylgigögn:

Auglýsing um fjölskylduopnun í Fjörheimum

9. Reglugerð afreks- og íþróttasjóðs Reykjanesbæjar (2020010017)

Uppfærð reglugerð lögð fram og samþykkt.

Fylgigögn:

Vinnureglur Íþrótta- og afrekssjóðs ÍT


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.