141. fundur

23.06.2020 16:00

141. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 þann 23. júní 2020 kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ (2019050297)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, mætti á fundinn og kynnti vinnu við æfingavöll vestan Reykjaneshallar sem og fyrirhugaða uppbyggingu íþróttamannvirkja við Afreksbraut. Guðlaugi Helga er þökkuð góð kynning.

ÍT ráð leggur áherslu á að lokið verði við deiliskipulag svæðisins og að tryggt verði fjármagn í fjárhagsáætlun ársins 2021 fyrir fullnaðarhönnun á íþróttahúsi við Afreksbraut samkvæmt stefnu í uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða sem samþykkt var á 134. fundi íþrótta- og tómstundaráðs sem haldinn var þann 17. október 2019.

Fylgigögn:

Stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs

2. Samningur við NES, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum (2020060142)

Samningur við NES, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum, lagður fram og samþykktur.

Fylgigögn:

Samningur við NES um eflingu á íþróttastarfi fyrir fatlaða

3. Fimleikadeild Keflavíkur - viðhaldsáætlun áhalda (2020050399)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar heimsótti Fimleikadeild Keflavíkur undir þessum lið í fundargerðinni og fékk kynningu á þeirri þörf sem er að myndast við endurnýjun tækja og búnaðar.

Fimleikadeild Keflavíkur lagði fram áætlun um endurnýjun tækja deildarinnar.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins.

4. Hvatagreiðslur 2020 (2020010184)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu hvatagreiðslna en sveitarfélagið hefur greitt 35.700.000 kr. frá 1. janúar til 10. júní 2020.

Fylgigögn:

Hvatagreiðslur - yfirlit 2020

5. Samþætting skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti niðurstöður starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs.

Fylgigögn:

Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf - skýrsla starfshóps
Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf - kynning á niðurstöðum starfshóps


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 2. júlí 2020.