143. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 27. október 2020, kl. 16.00
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Áskorun frá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi að Reykjanesbær taki upp Nora kerfið fyrir hvatagreiðslur sveitarfélagsins (2020090058)
Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fylgdi úr hlaði áskorun félagsins um að Reykjanesbær taki upp Nora kerfið fyrir hvatagreiðslur Reykjanesbæjar. Í máli Einars kom fram að grundvallarmunur sé á núverandi kerfi og Nora kerfinu sem m.a. lýsir sér í því að greiðslur fari til íþrótta- og tómstundafélaga í staðinn fyrir að fara til foreldra. Foreldrar fá hinsvegar afslátt sem nemur hvatagreiðslum Reykjanesbæjar þegar að þau skrá börnin í viðkomandi íþrótt eða tómstund. Flest stærri sveitarfélög hafa tekið Nora kerfið í notkun á undanförnum árum.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
2. Umsókn Hæfileikasmiðjunnar í Tómstundasjóð (2020010023)
ÍT ráð frestar þessu máli en óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi boði forsvarskonu Hæfileikasmiðjunnar á næsta fund ráðsins til að kynna starfið sem er verið að bjóða upp á.
3. Skýrsla Skátafélagsins Heiðabúa vegna kofabyggðar sumarið 2020 (2020080527)
Skýrsla Skátafélagsins Heiðabúa vegna kofabyggðar lögð fram og samþykkt.
ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Fylgigögn:
Skýrsla kofabyggðar 2020
4. Ársskýrsla KFUM og KFUK 2019 - 2020 (2020100232)
Ársskýrsla KFUM og KFUK lögð fram og samþykkt.
ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Fylgigögn:
Ársskýrsla 2019-2020
5. Skýrsla frá UMFN vegna samstarfssamnings (2019110207)
Skýrsla UMFN lögð fram og samþykkt.
ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
6. Fjárhagsáætlun ÍT 2021 (2020080526)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, kynnti fjárhagsramma til íþrótta- og tómstundamála vegna fjárhagsáætlunar 2021.
7. Breyting á reglum um úthlutun á greiðslum vegna þjálfarasamnings Reykjanesbæjar við ÍRB (2020010213)
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB sagði frá hugmyndum stjórnar ÍRB um að breyta úthlutunarreglum varðandi úthlutun til deilda vegna þjálfarasamnings Reykjanesbæjar við ÍRB.
Núverandi reglur eru síðan 2002 og má kynna sér hér að neðan.
,,Íþróttabandalag Reykjanesbæjar mun sjá um að deila fjárstyrknum til deilda og félaga innan ÍRB samkvæmt samþykktu viðmiði ÍRB frá árinu 2002, sem m.a. felur í sér að við skiptingu fjármagns til deilda og félaga innan ÍRB er tekið tillit til starfstíma og fjölda iðkenda í viðkomandi deild/félagi, þ.e. iðkendafjöldi x starfstími á ári.“
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar felur Guðbergi Reynissyni að kynna drög að nýjum reglum varðandi úthlutun á greiðslum vegna þjálfarasamningsins fyrir næsta fund ráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið 17.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember 2020.