144. fundur

24.11.2020 16:00

144. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 24. nóvember 2020, kl. 16.00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Umsókn Hæfileikasmiðjunnar í Tómstundasjóð (2020010023)

Hólmfríður Sævarsdóttir frá Hæfileikasmiðjunni kynnti starfsemina sem er afar metnaðarfull. Hægt er að kynna sér Hæfileikasmiðjuna nánar á vefsíðu Hæfileikasmiðjunnar

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að styrkja Hæfileikasmiðjuna um 100.000 kr. 

2. Rafíþróttadeild Keflavíkur (2019110058)

Arnar Már Halldórsson formaður Rafíþróttadeildar Keflavíkur kynnti starf deildarinnar sem er í þann mund að hefjast í Menningarmiðstöð unga fólksins við Hafnargötu 88. Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að komið verði til móts við þau sem að iðka þessa íþrótt og þakkar Arnari fyrir fína kynningu.

3. Skýrsla æskulýðsstarfs hestamannafélagsins Mána 2020(2020080527)

Skýrsla æskulýðsstarfs hestamannafélagsins Mána lögð fram og samþykkt. ÍT ráð þakkar fyrir metnaðarfullt starf og greinargóða skýrslu.

Fylgigögn:

Keppnisárangur
Skýrsla - Æskulýðsnefnd Mána

4. Íþrótta-og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 (2020090340)

Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýverið nýjan íþrótta- og tómstundastyrk til lágtekjuheimila. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar skorar á íbúa sveitarfélagsins að kanna rétt sinn til styrksins. Á þitt barn rétt á 45.000 kr. sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?
Kannaðu málið hér:   Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs                    

Fylgigögn:

Nýjir styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþróttum

5. Breyting á reglum um úthlutun á greiðslum vegna þjálfarasamnings Reykjanesbæjar við ÍRB (2020010213)

Fyrir skemmstu fór fram formannafundur ÍRB og þar var ákveðið að bíða með róttækar breytingar á útdeilingu þjálfunarstyrkja. Formannafundurinn ákvað að halda sig við áður samþykkta aðferð eins og hún hefur þróast frá árinu 2002. En samþykkt var í framhaldi að formenn aðildarfélaga ÍRB sem teljast fyrirmyndarfélög ÍSÍ munu setjast niður og ákveða í sameiningu fyrir ársþing ÍRB , líklega í maí 2021 hvort þurfi að breyta reglunum og þá hvernig.

6. Lýðheilsustefna – beiðni um umsögn (2019100079)

Ný lýðheilsustefna lögð fram. Ráðið fagnar henni en leggur til að meiri tenging sé við íþróttastarf sveitarfélagsins í nýju stefnunni.

7. Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum (2020010375)

Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan

8. Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness (2020110363)

Starfsáætlun barna- og unglingaráðs Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness (VÍR)
2020-2021 lögð fram.

ÍT ráð þakkar fyrir metnaðarfullt starf og vel upp setta starfsáætlun.

Fylgigögn:

Starfsáætlun barna- og unglingastarfs VÍR
Mynd af svæði fyrir
Mynd af svæði eftir
Mynd

9. Framtíðarsýn Keflavíkur og aðkoma að hönnun nýs íþróttahúss við Afreksbraut (2020090058)

Erindi lagt fram.

10. Skýrsla umsjónaraðila íþróttasvæðisins við Afreksbraut árið 2020 (2020040053)

Skýrsla umsjónaraðila íþróttasvæðis UMFN við Afreksbraut árið 2020 lögð fram og samþykkt. ÍT ráð þakkar fyrir vel unnin störf við Afreksbrautina 2020.

Fylgigögn:

Skýrsla umsjónaraðila íþróttasvæðisins við Afreksbraut

11. Skýrsla GS vegna afreksstarfs barna og ungmenna 2020 (2020021604)

Skýrsla GS vegna afreksstarfs barna og ungmenna 2020 lögð fram og samþykkt. ÍT ráð þakkar fyrir góða skýrslu og metnaðarfullt starf.

Fylgigögn:

Íþróttastarf Golfsklúbbs Suðurnesja
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3

12. Íþróttastyrkir frá ríkisstjórn Íslands (2020110448)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar ríkisstjórn Íslands kærlega fyrir að koma til móts við íþróttahreyfinguna á erfiðum tímum og hvetur forsvarsfólk í íþróttahreyfingunni í Reykjanesbæ að sækja um þegar að þessir styrkir verða auglýstir.

Fylgigögn:

Styrkir frá ríkinu

13. Stapaskóli, 2.áfangi - frumhönnun (2020110449)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti frumhönnun á íþróttahúsi við Stapaskóla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.