148. fundur

09.03.2021 16:30

148. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, þriðjudaginn 9. mars kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Jón Haukur Hafsteinsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Umhverfis- og loftlagsstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð óska eftir umsögn um stefnuna.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir vel unnin drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.

2. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar (2021020193)

Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir vel unna stefnu.

3. Erindi Golfklúbbs Suðurnesja (2021030073)

Ólöf Sveinsdóttir formaður, Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri og Andrea Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja kynntu starfsemi klúbbsins og fylgdu úr hlaði erindum til íþrótta- og tómstundaráðs.

ÍT ráð tekur vel í erindin og vísar þeim til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

4. Samningur um eflingu barna og ungmennastarfs við Hestamannafélagið Mána 2021 (2021030078)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

5. Umsögn ungmennaráðs Reykjanesbæjar um frumvarp um lækkun kosningaaldurs á Íslandi (2020120187)

Umsögn ungmennaráðs Reykjanesbæjar lögð fram.

Fylgigögn:

Umsögn vegna frumvarps

6. Forvarnarátak Samtakahópsins og Fjörheima (2021010500)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Samtakahópnum og starfsfólki Fjörheima fyrir fræðandi myndbönd um skaðsemi orkudrykkja á börn og unglinga.

Fylgigögn:

Forvarnarátak Samtakahópsins

7. Beiðni um frítt í sund fyrir atvinnuleitendur (2021030215)

Erindi frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að til að veita atvinnuleitendum frítt í sund tímabundið.

ÍT ráð tekur undir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið nánar.

8. Brúin félagsmiðstöð í Háaleitisskóla (2020090085)

Íþrótta- og tómstundaráð óskar stjórnendum og nemendum Háaleitisskóla sem og stjórnendum Fjörheima til hamingju með opnun á nýju félagsmiðstöðinni.

Fylgigögn:

Brúin

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars 2021.