150. fundur

25.05.2021 16:30

150. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, þriðjudaginn 25. maí kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Jón Haukur Hafsteinsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Samningur um eflingu barna og ungmennastarfs við GS (2021050195)

Samningur við GS um eflingu barna og ungmennastarfs 2021 lagður fram og samþykktur.

2. Samningar við Heiðabúa um skátastarf 2021 (2021050197)

Samningar um skátastarf og rekstur smíðavallar við Skátafélagið Heiðabúa lagður fram og samþykktur.

3. Nýr gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar (2021050329)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti nýja gervigrasvöllinn vestan Reykjaneshallar sem verður tekinn í notkun í lok júní 2021.

4. Framtíðaruppbygging UMFN við Afreksbraut (2021050328)

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar UMFN buðu fulltrúum íþrótta- og tómstundaráðs í heimsókn á heimavöll þeirra við Afreksbraut. Ljóst er að aðstaða þeirra er ekki eins og hún gerist best og er búningsklefar þeirra t.a.m. enn í aðstöðu sem gerð var fyrir fjórtán árum og átti að vera tímabundin lausn.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir frumkvæði knattspyrnudeildarinnar og tekur undir með þeim að mikilvægt er að bæta aðstöðuna þeirra sem allra fyrst.

ÍT ráð vill jafnframt leggja áherslu á mikilvægi þess að fylgja stefnu Reykjanesbæjar í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og að unnið sé eftir þeirri stefnumótun sem var samþykkt á 134. fundi íþrótta- og tómstundaráðs þann 17.október 2019. ÍT ráð vill minna á að erindi til ráðsins eiga að vera undirrituð af formanni félagsins.

Fylgigögn:

Framtíðarbygging UMFN við Afreksbraut

5. Endurnýjun fimleikabúnaðar fyrir fimleikadeild Keflavíkur (2020050399)

Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti fimleikadeild Keflavíkur vorið 2020 þar sem deildin kynnti að áhöld fimleikadeildarinnar þyrfti að endurnýja. Það var eining innan íþrótta- og tómstundaráðs um að nauðsynlegt væri að bregðast við. Í fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins haustið 2020 var mikil áhersla lögð á að verða við ósk fimleikadeildarinnar.

Fjármagn fékkst síðan frá bæjarstjórn í fjárhagsáætlun 2021 og þ.a.l. margvíslegur fimleika búnaður verið pantaður í samráði við fimleikadeildina og Kristinn Jakobsson innkaupastjóra Reykjanesbæjar. Búnaðurinn er væntanlegur síðar á árinu.

Fylgigögn:

Minnisblað

6. Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (2021040093)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar bæjarstjórn fyrir að bregðast skjótt við og útvega nýja borðtennisfélaginu tímabundna aðstöðu í gömlu slökkvistöðinni. Áætlað er að aðstaðan verði tilbúin til notkunar í lok júní en meðlimir borðtennisfélagsins munu vinna mikla sjálfboðaliðavinnu við að láta drauminn verða að veruleika.

Fylgigögn:

Þakkarbréf

7. Ósk um nafnabreytingu á Reykjaneshöll - beiðni frá knattspyrnudeildum UMFN og Keflavíkur (2021050355)

Beiðni knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur um að Reykjaneshöllin fái að heita Nettóhöllin næstu fimm árin.

Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir beiðnina með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.

ÍT ráð vill minna á að erindi til ráðsins eiga að vera undirrituð af formönnum félaganna.

Fylgigögn:

Erindi -  Nettóhöllin

8. Beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum (2021050356)

Erindi knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir þessa hugmynd og er í anda þess sem ráðið starfar eftir þ.e. að reyna eftir fremsta megni að færa þjónustuna nær íbúunum eins og hægt er hverju sinni. Því miður er ekki til fjármagn hjá ÍT ráði til að fara í þetta verkefni að sinni.

ÍT ráð minnir á að einstaka erindi deilda til íþrótta- og tómstundaráðs eiga að vera undirrituð af formanni félagsins.

9. Samstarfsverkefni heilsueflandi grunnskóla - umsókn í forvarnarsjóð (2021020002)

Umsókn vinnuhóps um heilsueflingu í grunnskólum Reykjanesbæjar.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir að þetta verkefni er afar þarft og samþykkir að styrkja verkefnið um 700.000 kr. Eitt hundrað þúsund á hvern skóla í sveitarfélaginu.

ÍT ráð fagnar samvinnu grunnskólanna í verkefninu.

Jón Haukur Hafsteinsson vék af fundi á meðan að málið var tekið fyrir.

Fylgigögn:

Umsókn í forvarnasjóð ÍT

10. Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf (2020010077)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti verkefnið samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf sem ráðgert er að hefjist 9. ágúst nk. Boðið verður upp á akstur frá grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir nemendur í frístundaheimilum (1. – 4. bekkur) Íþrótta- og tómstundahreyfingin er hvött til að reyna eftir fremsta megni að færa æfingar og fundi á hefðbundinn vinnutíma foreldra frá og með næsta hausti.

Fylgigögn:

Samþætting skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarfs við skólastarf


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. júní 2021.