151. fundur

22.06.2021 16:30

151.fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, þriðjudaginn 22. júní kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Jón Haukur Hafsteinsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Beiðni Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni (2021060310)

Erindi Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni fyrir inniæfingar klúbbsins.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið en hefur ekki ákvörðunarvald um notkun á húsinu en vonar að bæjarstjórn taki jákvætt í erindið.

Fylgigögn:

Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja

2. Allir með ! (2020010276)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram minnisblað frá stýrihópi verkefnisins Allir með! þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum í framtíðinni. Stýrihópurinn leggur til að fjármagnið skiptist á fræðslusvið og velferðarsvið eftir umfangi verkefna og skiptingu þeirra á milli sviða

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar verkefninu Allir með! sem hefur vakið jákvæða athygli um allt land í vetur. Ráðið telur mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins til framtíðar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu.

3. Ungt fólk 2021 (2019110250)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2021 sem Rannsóknir og greining ehf. gerði meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar í febrúar 2021. Auk þess fór hann yfir helstu verkefni í forvarnarmálum hjá sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu. Markvissar rannsóknir á líðan og heilsu ungmenna er mikilvægur þáttur til þess að geta sinnt forvörnum á skilvirkan og árangursríkan hátt.

https://www.reykjanesbaer.is/static/files/Fraedslusvid/hafthor/8_10_reykjanesbaer.pdf 

4. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)

Íþrótta- og tómstundarráð fagnar vel unninni menntastefnu sem fellur vel að stefnu Reykjanesbæjar og þeim áherslum sem þar koma fram.

5. Aukinn opnunartími í sund 2022 (2021030215)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur að undanförnu fengið fjölmargar áskoranir um að lengja opnunartímann í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Á síðasta fundi Ungmennaráðs Reykjanesbæjar vöktu þau einnig athygli á opnunartíminn mætti vera lengri.

Á 149. fundi íþrótta- og tómstundaráðs var eftirfarandi bókað ,,Að auki er Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að kanna hver kostnaðurinn myndi vera að auka opnunartímann enn frekar, þannig að hann samræmist opnunartíma hjá sambærilegum sveitarfélögum. Hafsteini er falið að skila tillögum þess efnis til íþrótta- og tómstundaráðs sem fyrst.“

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að opnunartíminn verði lengdur um tvær klukkustundir um helgar frá 1.maí – 31. ágúst 2022. Áætlaður kostnaður er um 10.000.000 kr. Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu haustins.

Fylgigögn:

Aukinn opnunartími 

6. Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða (2019050297)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að stofnaður verði starfshópur undir forystu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, til þess að fylgja eftir stefnumótun íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ sem samþykkt var á 134. fundi íþrótta- og tómstundaráðs árið 2019.

https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/ithrotta-og-tomstundarad/134-fundur-1 

7. Heimsóknir á nýja gervigrasvöllinn og Borðtennisfélags Reykjanesbæjar (2021060370)

Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti nýja gervigrasvöllinn og aðstöðu Borðtennisfélags Reykjanesbæjar en báðar aðstöðurnar verða tilbúnar til notkunar innan skamms og mun bæta aðstöðu þessara deilda til mikilla muna.


Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 1. júlí 2021.