152. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur á Teams þriðjudaginn 31. ágúst kl. 16.00
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Guðbergur Reynisson formaður ÍRB.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur sumarið 2021 (2021080254)
Skýrsla íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur 2021 lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir gott námskeið og greinargóða skýrslu.
2. Fótboltanámskeið Keflavíkur á Ásbrú 2021 (2021080254)
Skýrsla um fótboltanámskeið sem að knattspyrnudeild Keflavíkur stóð fyrir síðasta sumar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir gott námskeið og greinargóða skýrslu.
Fylgigögn:
Fótboltanámskeið á Ásbrú
3. Samningur við NES íþróttafélag fatlaðra og kynning á starfsemi félagsins (2021080255)
Ragnar Birkir Bjarkarson formaður NES mætti á fundinn undir þessum lið.
Samningur við NES íþróttafélag fatlaðra 2021 og kynning á starfsemi félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn og þakkar fyrir góða kynningu.
Fylgigögn:
Íþróttafélagið Nes - kynning
4. Framtíðaruppbygging UMFN við Afreksbraut (2021050328)
Erindi frá UMFN um skipulag á framtíðaraðstöðu UMFN við Afreksbraut lagt fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir erindið og minnir á að ljúka þarf vinnu við framtíðar skipulag íþróttasvæðis við Afreksbraut.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að stofnaður verði starfshópur undir forystu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, til þess að fylgja eftir stefnumótun íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ sem samþykkt var á 134. fundi íþrótta- og tómstundaráðs árið 2019.
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/ithrotta-og-tomstundarad/134-fundur-1
Fylgigögn:
Bréf frá UMFN
5. Sumarstarf Fjörheima 2021 (2021080480)
Davíð Már Gunnarsson og Ólafur Bergur Ólafsson frá Menningarmiðstöð unga fólksins kynntu það sumarstarf sem boðið var upp á í Fjörheimum síðast liðið sumar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.
https://www.youtube.com/watch?v=DAj37Hu6TAY
Fylgigögn:
Fjörheimar - kynning
6. Fjárhagsáætlun ÍT 2022 (2021080485)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu við fjárhagsáætlun ÍT 2022.
7. Erindi Sundráðs ÍRB (2021030215)
Erindi Sundráðs ÍRB um kaup á útiskjá í Vatnaveröld, breytingar á reglum um úthlutun styrkja til handa þeim er verða Íslands- og bikarmeistarar í liðakeppni.
Kostnaður við kaup á útiskjá er til umræðu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022, óvíst er hvernig það fer.
Íþrótta- og tómstundaráð er búið að kaupa upplýsingaskjá fyrir Sundráð ÍRB sem staðsettur verður í anddyri Vatnaveraldar og er það von íþrótta- og tómstundaráðs að skjárinn geti að einhverju leyti komið til móts við tekjumissi deildarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir hugmyndum frá ÍRB hvernig mögulegt sé að breyta reglum um úthlutanir styrkja vegna Íslands- og bikarmeistaratitla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. september 2021.