153. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þriðjudaginn 28.september 2021 kl. 16.30
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs boðaði forföll.
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar - kynning (2021090442)
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fór yfir stefnur og áherslur sem hafa verið ræddar að undanförnu innan bandalagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Guðbergi fyrir góða kynningu.
Fylgigögn:
Kynning á Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar
2. Vígsla á nýjum gervigrasvelli vestan Nettóhallar (2021050329)
Boð á vígslu gerivgrasvallar og borðtennisaðstöðu 29. september nk.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar knattspyrnuhreyfingunni til hamingju með nýja völlinn vestan Nettóhallar.
3. Vígsla á nýrri aðstöðu fyrir Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (2021040093)
Boð á vígslu gerivgrasvallar og borðtennisaðstöðu 29. september nk.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar borðtennisfélagi Reykjanesbæjar til hamingju með nýju aðstöðuna fyrir borðtennisfélagið sem staðsett er á Hringbraut 125.
4. Boðsbréf á undirritun á samningi við GS um tímabundin afnot af Hringbraut 125 (2021060310)
Boðsbréf lagt fram.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar golfklúbbi Suðurnesja velfarnaðar við að innrétta nýju aðstöðuna sem vonandi verður tilbúin síðar á árinu.
5. Framtíðarsýn frístundamiðstöðvar við Hafnargötu 88 (2021080480)
Davíð Már Gunnarsson og Ólafur Bergur Ólafsson kynntu framtíðarsýn frístundamiðstöðvarinnar við Hafnargötu 88. Um er að ræða metnaðarfullar hugmyndir sem verða kynntar fyrir bæjarstjórn þann 7.október nk.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar Davíð og Ólafi fyrir góða kynningu.
6. Fjárhagsáætlun 2022 - íþrótta- og tómstundamál (2021080485)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti helstu áherslur í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Líkt og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. september sl. þar sem hagræðingarkrafa er gerð á allar stofnanir og deildir Reykjanesbæjar vill íþrótta- og tómstundaráð minna á mikilvægi þess að standa vörð um hið mikilvæga íþrótta- og tómstundastarf sem boðið er upp á í Reykjanesbæ.
7. Erindi frá ÍRB um hækkun á þjálfarastyrkjum (2021090442)
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fylgdi úr hlaði erindi frá ÍRB um hækkun á samningi vegna þjálfarastyrkja.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
8. Erindi frá ÍRB vegna siglingafélagsins Knarrar (2021090442)
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fylgdi úr hlaði erindi frá ÍRB um kaup á húsnæði undir starfsemi Knarrar.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
9. Heilsu- og forvarnarvika - dagskrá Reykjanesbæjar (2021090443)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti dagskrá Reykjanesbæjar í heilsu- og forvarnarvikunni sem fer fram 4. – 10. október. nk.
Fylgigögn:
Dagskrá heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ
10. Beiðni um kaup á búnaði fyrir styrktarþjálfun á Sunnubraut 34 (2021050356)
Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2022.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.