154. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, þriðjudaginn 26. október 2021 kl. 16.30.
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð í gegnum fjarfundarbúnað.
1. Samningur við KFUM og KFUK um barna og ungmennastarf 2021 (2021100301)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
2. Fjárhagsáætlun ÍT 2022 (2021080485)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fóru yfir fjárhagsramma til íþrótta- og tómstundamála. Ljóst er að fjárhagsrammi til íþrótta- og tómstundamála er ekki að hækka, ef frá eru taldar kjarasamningsbundnar launahækkanir. Gerð er hagræðingarkrafa á málaflokkinn og þ.a.l. er ljóst að samningar og styrkir eru ekki að hækka en unnið er eftir þeim gildum að niðurskurður komi ekki niður á íbúum og notendum þjónustunnar sem verið er að veita.
3. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar (2021090443)
Þakkarbréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa lagt fram.
Fylgigögn:
Þakkarbréf
4. Fimleikadeild Keflavíkur - kynning á breyttum áherslum (2021100305)
Ása Sigurðardóttir, Erika Dorielle Sigurðardóttir og Linda Hlín Heiðarsdóttir frá Fimleikadeild Keflavíkur kynntu áherslur Fimleikadeildarinnar. ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Fylgigögn:
Kynning á breyttum áherslum
5. Skýrsla kofabyggðar 2021 (2021080254)
Skýrsla kofabyggðar lögð fram og samþykkt. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrsluna.
6. Skýrsla vallarstjóra UMFN (2021040105)
Skýrsla vallarstjóra UMFN lögð fram og samþykkt. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrsluna.
7. Tillaga ÍRB um breytingu á reglugerð um Íslands- og bikarmeistarastyrki (2021030215)
Tillaga stjórnar ÍRB að viðbót við:
,,6. grein reglugerðar um Íslandsmeistarastyrki Íþróttafélaga innan ÍRB sem hljóta Íslands- og/eða bikarmeistaratitla í einstaklingsgreinum í afreks- eða meistaraflokki í efstu deild skal fá greitt 50.000 kr. fyrir hvern titil, þó að hámarki 1.000.000 kr. á hverju keppnistímabili. “
Íþrótta- og tómstundaráð hefur kannað hvernig þessum málum er háttað hjá sambærilegum sveitarfélögum og komist að því að reglur Reykjanesbæjar eru líkar og hjá öðrum og sér ekki ástæðu til að breyta að þeim að sinni.
8. Hitakerfi undir HS Orku völlinn við Hringbraut (2021100392)
Beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að láta leggja heimtaug að vellinum svo að nota megi upphitunarkerfi sem lagt var undir völlinn árið 2010 og hefur aldrei virkað sem skyldi.
Kostnaðaráætlun sem að skrifstofa íþrótta- og tómstundamála hefur kallað eftir gerir ráð fyrir að kostnaðurinn sé um 5.000.000 kr.
Ráðið er meðvitað um að tímabilið í knattspyrnu er sífellt að lengjast í báða enda og besti kosturinn er að hafa upphitun ef að við myndum lenda í mjög köldum vetri. Ráðið hefur á hinn bóginn ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 og þessi framkvæmd er ekki inni í fjárhagsramma fyrir árið 2022.
Íþrótta- og tómstundaráð vill leggja áherslu á að HS Orku völlurinn hefur alltaf verið með bestu grasvöllum landsins og ÍT vill koma sérstökum þökkum til þeirra starfsmanna sem hafa haldið utan um þau mál fyrir ráðið á undanförnum árum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.