157. fundur

25.01.2022 16:30

157. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn á TEAMS þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Erindi frá Siglingafélaginu Knörr (2021120233)

Ögmundur Erlendsson frá Siglingafélaginu Knörr fylgdi úr hlaði erindi félagsins um kaup á húsnæði fyrir starfsemi félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð vísaði erindi félagsins sem tekið var fyrir á 153. fundi ráðsins þann 28. september sl. til vinnu við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2022. Nú er ljóst að fjármagn er til staðar. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir kaupin.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.

2. Erindi stjórna körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur (2022010445)

Kristín Örlygsdóttir, Guðmundur Helgi Albertsson, Guðbjörg Björnsdóttir og Vala Rún Vilhjálmsdóttir frá UMFN og Kristján Helgi Jóhannsson, Ólafur Örvar Ólafsson, Gunnlaug Olsen og Einar Haraldsson frá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi kynntu slæman fjárhag deildanna sökum mikils tekjufalls vegna Covid 19. Meðal tekjuleiða sem legið hafa niðri eru t.d. engin þorrablót, bingó, steikar-, herra- og konukvöld og svona mætti lengi telja. Að auki hafa liðin þurft að leika annað hvort með skertum áhorfendafjölda eða jafnvel fyrir luktum dyrum.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og telur afar mikilvægt að körfuknattleiksdeildunum verði bætt upp tekjufallið eins vel og möguleiki er á.

Að auki vill íþrótta- og tómstundaráð þakka íþrótta- og tómstundahreyfingunni fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.

3. Niðurstöður hvatagreiðslna 2021 (2021120234)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir nýtingu á hvatagreiðslum í Reykjanesbæ fyrir árið 2021. Alls nýttu 1.902 börn sér hvatagreiðslurnar sem er 56,7% af heildarfjölda barna 6 – 18 ára í Reykjanesbæ. Nýtingin hefur aukist um 6% frá 2019. Bæjaryfirvöld hækkuðu greiðslurnar í 45.000 kr. 1. janúar sl.

Fylgigögn:

Nýting á hvatagreiðslum í Reykjanesbæ 2021

4. Samningur við ÍRB 2022 (2022010214)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

5. Ársskýrsla KFUM og KFUK (2021100301)

Ársskýrsla KFUM og KFUK lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða skýrslu.

Fylgigögn:

Ársskýrsla KFUM og KFUK Suðurnesjum

6. Umsókn Stapaskóla í forvarnarsjóð (2022010429)

Umsókn Gróu Axelsdóttur skólastjóra Stapaskóla í forvarnarsjóð. Um er að ræða fyrirlestur fyrir starfsfólk Stapaskóla sem snýr að því að draga úr og/eða koma í veg fyrir líkamleg álagseinkenni o.fl.

Jón Haukur Hafsteinsson lýsir sig vanhæfan.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir umsóknina.

7. Samstarfssamningur við Keflavík 2022 (2022010440)

Samstarfssamningur við Keflavík íþrótta- og ungmennafélag lagður fram og samþykktur.

8. Samstarfssamningur við Ungmennafélag Njarðvíkur (2022010442)

Samstarfssamningur við Ungmennafélag Njarðvíkur lagður fram og samþykktur.

9. Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða 2022 (2022010443)

Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða 2022 lagður fram og samþykktur.

10. Samningur við knattspyrnudeild UMFN um rekstur knattspyrnusvæða 2022 (2022010444)

Samningur við knattspyrnudeild UMFN um rekstur og umhirðu knattspyrnusvæða 2022 lagður fram og samþykktur.


Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. febrúar 2022.