159. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 16.30
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir Jón Haukur Hafsteinsson og Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Að auki sátu fundinn Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs.
Helgi Arnarson og Eva Stefánsdóttir áttu ekki kost á að taka þátt í máli fimm og sex.
1. Umsókn foreldrafélags Akurskóla í forvarnarsjóð (2022010429)
Umsókn foreldrafélags Akurskóla í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar. Óskað er eftir styrk til að bjóða nemendum mið- og unglingastigs fyrirlestra til að styrkja sjálfsmynd og auka ábyrgð sem og til að bregðast við niðurstöðu frá skólapúlsi og til að sporna við áhættuhegðun og brottfalli. Fyrirlesari er Bjarni Fritzson.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir umsóknina.
2. Frístundir.is (2022030500)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vefsíðunni fristundir.is þar má finna margvísleg íþrótta- og tómstundatilboð fyrir fólk á öllum aldri. Íþrótta- og tómstundaráð skoðaði kynningarmynd sem starfsfólk Fjörheima og 88 Hússins bjó til fyrir skemmstu.
Fylgigögn:
Fristundir.is
Með því að smella hér má skoða kynningmyndband um fristundir.is
3. Fundargerð Samtakahópsins (2022010186)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 17. mars
Ungmennaþing 7. október 2021
Ungmennaþing - niðurstöður
4. Hvatagreiðslur - þróun 2016 - 2021 (2021120234)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir þróun hvatagreiðslna 2016 – 2021 en hvatagreiðslur voru árið 2016 15.000 kr. og kostuðu sveitarfélagið 17.580.000 kr. Nýtingin var 48%.
Niðurstöðutölur fyrir 2021 voru 56,7% nýting, upphæðin sem greidd var á hvert barn var 40.000 kr. og kostnaður Reykjanesbæjar var 73.633.650 kr.
Fylgigögn:
Niðurstöður hvatagreiðslna
5. Skotdeild Keflavíkur (2022030501)
Íþrótta- og tómstundaráði var boðið í heimsókn til Skotdeildar Keflavíkur í inniaðstöðu þeirra sem staðsett er í Vatnaveröld við Sunnubraut. Bjarni Sigurðsson og Theódór Kjartansson frá Skotdeildinni kynntu starfsemi deildarinnar. Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags var þeim til halds og traust.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Fylgigögn:
Skotdeild Keflavíkur
6. Börnin mikilvægust? - þörf á viðspyrnu í frístundastarfi barna í Reykjanesbæ (2022030502)
Íþrótta- og tómstundaráði var boðið í heimsókn í Fjörheima og 88 Húsið að Hafnargötu 88.
Davíð Már Gunnarsson forstöðumaður fór yfir þá framtíðarsýn og stefnumótun sem þarf til að starfsemin megi blómstra sem aldrei fyrr. Í máli Davíðs kom m.a. fram að nauðsynlegt er að leggja meira fé til málaflokksins til að bæta megi starfið svo að það sé samkeppnishæft við sambærileg sveitarfélög.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.