161. fundur

10.05.2022 16:30

161. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þriðjudaginn 10. maí 2022 kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson og Birgir Már Bragason, og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs boðaði forföll.

Að auki sátu fundinn Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

1. Viðhaldsáætlun Keflavíkur vegna knattspyrnusvæða sumarið 2022 (2022010443)

Viðhaldsáætlun vallarstjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur fyrir sumarið lögð fram og samþykkt.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir vel unna áætlun.

2. Viðhaldsáætlun UMFN vegna knattspyrnusvæða sumarið 2022 (2022050174)

Viðhaldsáætlun rekstrar- og vallarstjóra knattspyrnudeildar UMFN fyrir sumarið lögð fram og samþykkt.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir vel unna áætlun.

3. Nýtt íþróttahús við Stapaskóla (2022050176)

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar kynnti framkvæmdir við nýtt íþróttahús við Stapaskóla.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og leggur áherslu á að framkvæmdin verði kynnt sem allra fyrst fyrir Ungmennafélagi Njarðvíkur.

Fylgigögn:

Stapaskóli - grunnmynd 1. hæð
Stapaskóli - grunnmynd 2. hæð

4. Samningur við Pílufélag Reykjanesbæjar (2022050180)

Samningur Reykjanesbæjar við Pílufélag Reykjanesbæjar um áframhaldandi afnot af aðstöðu sem félagið hefur haft afnot af lagður fram og samþykktur.

5. Öllavöllur (2022050182)

Margrét Norðfjörð Karlsdóttir formaður unglingaráðs Fjörheima og Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs í íþrótta- og tómstundaráði kynntu verkefnið Öllavöllur til minningar um körfuboltasnillinginn Örlyg Sturluson sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram. Um er að ræða glæsilegan körfuboltavöll sem er fullfjármagnaður og verður tilbúinn síðar í sumar í ungmennagarðinum við Fjörheima og 88 Húsið.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og óskar Fjörheimaráðinu og ungmennaráði til hamingju með Ölla völl.

Fylgigögn:

Unglingaráð og Öllavöllur - upplýsingar

6. Fristundir.is (2022030500)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti það sem stendur börnum, ungmennum og fullorðnum til boða í sumar á vefsíðunni fristundir.is. Enn er hægt að senda inn efni um tilboð á netfangið sumar@reykjanesbaer.is

Fylgigögn:

Auglýsing um vefinn fristundir.is

7. Markaðstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð óskar þeim sem komu að vinnunni til hamingju með stefnuna.

8. Fimleikadeild Keflavíkur - beiðni um kaup á búnaði (2021100305)

Aníta Gunnlaugsdóttir rekstrarstjóri og Linda Hlín Heiðarsdóttir formaður Fimleikadeildar Keflavíkur mættu á fundinn og fylgdu úr hlaði erindi deildarinnar um kaup á dýnum sem gætu nýst deildinni við að þjónusta börn í t.d. íþróttahúsinu við Stapa- og Háaleitisskóla. Áætlaður kostnaður er 5.754.000 kr.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu. Ráðið hefur ekki fjármuni í þetta verkefni í núverandi fjárhagsáætlun. Málinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Íþrótta- og tómstundaráð vill vekja athygli á að allir flokkar sem eru í framboði til sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. eru með þær áherslur að forgangsraða þurfi fjármagni til íþrótta- og tómstundamála og erum við því afar bjartsýn á að svo verði.

9. Framtíðaruppbygging tómstunda-, íþróttamannvirkja- og svæða 2022 – 2026

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir mikilvægi þess að stofnaður verði vinnuhópur til að fara yfir málaflokkinn sem er afar mikilvægur og lykilþráður hvers bæjarfélags.

Fylgigögn:

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu tómstunda - og íþróttamannvirkja og -svæða


Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2022.