162. fundur

30.08.2022 16:00

162. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þriðjudaginn 30. ágúst 2022 kl. 16.00.

Viðstaddir: Sindri Kristinn Ólafsson varaformaður, Eva Stefánsdóttir, Hjördís Baldursdóttir, Birgir Már Bragason og Marta Sigurðardóttir.

Friðþjófur Helgi Karlsson boðaði forföll, Eva Stefánsdóttir sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður ÍRB og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Skipting embætta í íþrótta- og tómstundaráði (2022060216)

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 7. júní voru eftirtaldir kjörnir aðal- og varafulltrúar í Íþrótta- og tómstundaráði kjörtímabilið 2022-2026:

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Friðþjófur Helgi Karlsson (B), Hjördís Baldursdóttir (D), Sindri Kristinn Ólafsson (S) Birgir Már Bragason (Y) og Marta Sigurðardóttir (S) og voru þau sjálfkjörin.
Tilnefnd eru sem varamenn: Eva Stefánsdóttir (B), Svava Ósk Svansdóttir (S), Davíð Már Gunnarsson (Y), Magnús Einþór Áskelsson (S) og Alexander Ragnarsson (D) og voru þau sjálfkjörin.

Íþrótta- og tómstundaráð kaus í eftirtalin embætti:

Friðþjófur Helgi Karlsson var kjörin formaður íþrótta- og tómstundaráðs.
Sindri Kristinn Ólafsson var kjörin varaformaður íþrótta- og tómstundaráðs.
Birgir Már Bragason var kjörin ritari íþrótta- og tómstundaráðs.

Samþykkt samhljóða.

2. Erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs (2022060217)

Erindisbréf íþrótta-og tómstundaráðs lagt fram.

3. Fimleikadeild Keflavíkur - beiðni um aðstoð (2021100305)

Aníta Gunnlaugsdóttir rekstrarstjóri, Edda Pálsdóttir meðstjórnandi og Linda Hlín Heiðarsdóttir formaður Fimleikadeildar Keflavíkur mættu á fundinn og fylgdu úr hlaði erindi deildarinnar um kaup á dýnum sem gætu nýst deildinni við að þjónusta börn í t.d. íþróttahúsinu við Stapa- og Háaleitisskóla. Áætlaður kostnaður er 5.754.000 kr. Að auki er nauðsynlegur aukinn rekstrarstyrkur þar sem að rekstur deildarinnar er afar þungur.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu. Ráðið hefur ekki fjármuni í þetta verkefni í núverandi fjárhagsáætlun. Málinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Ráðið leggur mikla áherslu á að ráðist verði í kaup á dýnum er nýtast fyrir starf Fimleikadeild Keflavíkur og að reynt verði eftir fremsta megni að aðstoða við starf deildarinnar.

4. Frístundir.is (2022030500)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vefinn fristundir.is þar er fjölbreytt íþrótta- og tómstundatilboð kynnt fyrir bæjarbúum.

Fylgigögn:

Auglýsing um fristundir.is

5. Hæfingarstöð - Reykjanesbær og Máni (2022021105)

Kynning á metnaðarfullu samstarfsverkefni Hæfingastöðvarinnar, Mána og Reykjanesbæjar lögð fram. Forsvarsfólki Hæfingarstöðvarinnar og Hestamannafélagsins Mána þakkað fyrir vel unnin störf.

6. Samningur við NES íþróttafélag (2022080593)

Lagður fram og samþykktur.

7. Kynning frá Skátafélaginu Heiðabúum (2022060401)

Sandra Óskarsdóttir frá Skátafélaginu Heiðabúum kynnti metnaðarfullt starf félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir góða kynningu og gott starf.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2022.