163. fundur

27.09.2022 16:00

163. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þriðjudaginn 27.september 2022 kl. 16.00

Viðstaddir: Sindri Kristinn Ólafsson formaður, Marta Sigurðardóttir, Eva Stefánsdóttir, Birgir Már Bragason og Hjördís Baldursdóttir.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Friðþjófur Helgi Karlsson boðaði forföll og Eva Stefánsdóttir sat fundinn í fjarveru hans.

1. Erindi og kynning frá Rafíþróttadeild Keflavíkur (2022090474)

Davíð Óskarsson og Gísli Örn Gíslason fulltrúar frá Rafíþróttadeild Keflavíkur mættu á fund íþrótta- og tómstundaráðs og fylgdu úr hlaði erindi deildarinnar sem og að kynna þá mikilvægu starfsemi sem deildin stendur fyrir.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir erindið sem er innan fjárheimilda ráðsins og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Kynning 

2. Kynning á Unicef Akademíunni (2022090475)

Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti innleiðingarferli Barnvæns sveitarfélags, aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar og réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi.

3. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða 2022 - 2026 (2022050239)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá tveimur nefndum sem taka starfa innan skamms sem hafa það að markmiði að huga að framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða 2022 – 2026 og hins vegar um endurskoðun á rekstrarsamningum við íþrótta- og tómstundafélög í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Nefnd um endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ

Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja og nefnd um endur skoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög

4. Erindi frá knattspyrnudeildum UMFN og Keflavík um kaup á nýrri sláttuvél (2022090476)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu að geta orðið við beiðni knattspyrnudeilda UMFN og Keflavík. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2023.

5. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 3.- 9. október (2022090477)

Framundan er Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ vikuna 3.-9.október þar sem fjöldi heilsutengdra viðburða verða í boði fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Markmiðið með Heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni ásamt því að hlúa að verndandi lifnaðarháttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna og ýmis tilboð í gangi hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjanesbæjar. Meðal þess sem er á dagskrá í Heilsu- og forvarnarvikunni er heilsufyrirlestur með Ebbu Guðný Guðmundsdóttur miðvikudaginn 5.október kl. 20-21 í Íþróttaakademíunni um næringu, matarsóun og umhverfisvernd. Einnig er í boði rafrænn fyrirlestur um svefn með Einari Trausta Einarssyni sálfræðingi þar sem hann fer yfir sturlaðar staðreyndir um svefn. Þá er í boði heilsufarsmælingar á Bókasafni Reykjanesbæjar, krakka jóga, Aqua jóga og frítt er í sund föstudaginn 7.október í Vatnaveröld. Íþróttafélögin munu bjóða upp á ókeypis æfingar og vinaviku. Þar að auki eru leikskólar, skólar og Fjörheimar með fjölbreytta dagskrá í boði fyrir börn og ungmenni alla vikuna. Líkamsræktarstöðvar verða með ýmis tilboð í gangi og Janus Heilsuefling verður með viðburði fyrir eldri borgara.

Við getum því öll fundið okkur hreyfingu við hæfi og nýtt okkur fjölda heilsueflandi viðburði þessa vikuna fyrir bætta heilsu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í Heilsu- og forvarnarvikunni og hægt er að kynna sér dagskránna nánar. 

Fylgigögn:

Hægt er að kynna sér dagskránna með því að smella hér             

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar - video

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 3. - 9. október 2022

Grein um heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar

6. Fjárhagsáætlun 2023 (2022090478)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2023.

Sindri Kristinn Ólafsson vék af fundi 17.10 og Eva Stefánsdóttir tók við stjórn fundarins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.