165. fundur

29.11.2022 16:00

165. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 29. nóvember 2022, kl. 16:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, , Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Samningur við KFUM og KFUK 2022 (2022110073)

Samningur við KFUM og KFUK fyrir starfsárið 2022 lagður fram og samþykktur.

2. Glímudeild UMFN - (2021120231)

Eydís Mary Jónsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Gnýr Elíasson, Jana Lind Ellertsdóttir Hrafnkell Þór Þórisson og Sigurbjörn Sigurðsson frá Glímudeild UMFN fóru yfir starfsemi deildarinnar og óskuðu eftir viðræðum um nýtingu á aðstöðunni í Bardagahöllinni.

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir frekari gögnum frá Glímudeild UMFN.

Erindi frestað.

3. Sundráð ÍRB kynning á starfsemi (2022110530)

Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti Vatnaveröld og fékk kynningu á starfsemi Sundráðs ÍRB og hverjar helstu þarfir og áherslur ráðsins eru.

Ljóst er að þörf er á viðhaldi í Vatnaveröld.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

Fylgigögn:

Kynning - Sundráð ÍRB

4. Júdófélag Reykjanesbæjar kynning á starfsemi (2021120227)

Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti aðstöðu félagsins að Smiðjuvöllum 5 og fékk kynningu frá Karenu Rúnarsdóttur, Árna Birni Ólafssyni og Erlu Björk Sigurðardóttur á starfsemi félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

5. Hestamannafélagið Máni kynning á starfsemi (2022021105)

Íþrótta- og tómstundaráð fékk sendar kynningar á starfsemi er varðar börn og ungmenni í Hestamannafélaginu Mána.

Kynningarnar lagðar fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góðar kynningar.

Fylgigögn:

Reiðskóli Mána 2022

Æskulýðsstarf Mána

6. Umsókn í forvarnarsjóð (2022010429)

Umsókn Barna og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur í forvarnarsjóð.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir umsóknina.

Fylgigögn:

Umsókn í forvarnarsjóð

7. Kynning á barna og ungmennastarfi GS (2022021093)

Íþrótta- og tómstundaráð fékk sendar kynningar á starfsemi er varðar börn og ungmenni hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Kynningin lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góðar kynningar.

Fylgigögn:

Skýrsla - GS


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.