170. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 - 30.maí 2023, kl. 16:00
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Hjördís Baldursdóttir, Birgir Már Bragason, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Heimsókn ÍT ráðs til Hestamannafélagsins Mána (2022120243)
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar heimsótti forsvarsfólk Hestamannafélagsins Mána í reiðhöll þeirra við Mánagrund. Eiður Gils Brynjarsson formaður og Elín Sara Færseth gjaldkeri Mána kynntu starfsemi og framtíðarsýn félagsins.
Þau fyrir hönd Hestamannafélagsins Mána óska eftir hækkun og útvíkkun á núverandi samningi sem félagið er með við íþrótta- og tómstundaráð.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og vísar erindi félagsins til fjárhagsáætlunar fyrir 2024.
2. Heimsókn ÍT ráðs til Golfklúbbs Suðurnesja (2022120243)
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar heimsótti forsvarsfólk Golfklúbbs Suðurnesja í klúbbhús þeirra í Leiru. Sveinn Björnsson formaður GS og Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri kynntu metnaðarfulla starfsemi og framtíðarsýn golfklúbbsins.
Í máli þeirra kom m.a. fram að klúbburinn verður 60 ára á næsta ári.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Fylgigögn:
Golfklúbbur Suðurnesja - kynning
3. Samningur við KFUM og KFUK 2023 (2023950548)
Samningur við KFUM og KFUK fyrir starfsárið 2023 lagður fram og samþykktur.
4. Samningur við Nes íþróttafélag 2023 (2023050550)
Samningur við NES íþróttafélag fyrir starfsárið 2023 lagður fram og samþykktur.
5. Erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar (2023050182)
Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að uppfærðu erindisbréfi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð telur fyrirliggjandi drög að erindisbréfi skilgreina vel hlutverk ráðsins.
Þó eru þar atriði og orðalag sem mætti skoða nánar og felur ráðið Friðþjófi Helga Karlssyni formanni íþrótta- og tómstundaráðs að koma athugasemdum ráðsins til forsetanefndar fyrir tilskilinn frest.
6. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 (2023040237)
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar 2023.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir ánægju með vel unna mannauðsstefnu og gerir ekki athugasemd við hana.
7. Frístundastefna Reykjanesbæjar (2023050566)
Friðþjófur Helgi Karlsson sagði frá fyrirhugaðri vinnu vegna frístundastefnu Reykjanesbæjar sem er að hefjast.
8. Hvatagreiðslur eldri borgara í Reykjanesbæ (2023050588)
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna hvernig best sé að standa að framkvæmdinni þegar að þær taka gildi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.