171. fundur

13.06.2023 15:30

171. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þann 13. júní 2023, kl. 15:30

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Alexander Ragnarsson, Davíð Már Gunnarsson, Marta Sigurðardóttir og Aðalheiður Hilmarsdóttir.

Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fundinn fyrir hana. Birgir Már Bragason boðaði forföll, Davíð Már Gunnarsson sat fundinn fyrir hann.

Sindri Kristinn Ólafsson boðaði forföll og Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fundinn fyrir hann.

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs boðaði forföll.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Kynning á Vinnuskóla Reykjanesbæjar (2023050380)

Aníta Lind Fisher og Hreggviður Hermannsson frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar kynntu metnaðarfullar hugmyndir um starfsemi vinnuskólans í sumar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og óskar starfsfólki og nemendum vinnuskólans góðs gengis í sumar.

Fylgigögn:

Starfsemi Vinnuskóla Reykjanesbæjar og framtíðarsýn

2. Erindi frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar um aukinn opnunartíma í Vatnaveröld (2023060082)

Erindi frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar um aukinn opnunartíma og umsögn frá forstöðumanni íþróttamannvirkja lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024 og óskar eftir frekari greiningarvinnu í samvinnu við hagdeild.

3. Ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK (2023050548)

Ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK lögð fram.

4. Samningur við GS um rekstur púttvalla við Mánaflöt 2023 (2023060120)

Samningur við GS um rekstur púttvalla við Mánaflöt lagður fram og samþykktur.

5. Samningur um barna- og ungmennastarf Golfklúbbs Suðurnesja 2023 (2023060121)

Samningur um barna- og ungmennastarf Golfklúbbs Suðurnesja 2023 lagður fram og samþykktur.

6. Framtíðaruppbygging ÍT mannvirkja, svæða og rekstrarnefndar (2022050239)

Rúnar Vífill Arnarson formaður ÍRB sagði frá fundi sem haldinn var 7. júní sl. um framtíðaruppbyggingu ÍT mannvirkja sem fram fór í fundarsal Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.

Fundurinn var mjög áhugaverður en sérstakir gestir utan Reykjanesbæjar komu frá KSÍ og Fimleikasambandi Íslands.

Það er óhætt að segja að fundurinn hafi tekist vel. Áhugaverðar umræður fóru fram og fundargestir voru sammála um að farið verði í nauðsynlega hönnun strax og ráðist verði í framkvæmdir sem allra fyrst.

Fylgigögn:

Tillaga að uppbyggingu í Reykjanesbæ

Fimleikar fyrir alla

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2023.