172. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þann 15. ágúst 2023 kl. 16:00
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Davíð Már Gunnarsson, Sindri Kristinn Ólafsson, Marta Sigurðardóttir og Hjördís Baldursdóttir.
Birgir Már Bragason boðaði forföll, Davíð Már Gunnarsson sat fundinn fyrir hann.
Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Samningar við aðalstjórnir Keflavíkur og UMFN vegna Nettóhallar og Akademíunnar (2023080210)
Samningarnir lagðir fram til kynningar.
Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og Hámundur Örn Helgason íþrótta- og framkvæmdastjóri tóku þátt í umræðum um samningana.
2. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2024 (2023080212)
Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa lagt fram til kynningar.
3. Drög að samningi við Hestamannafélagið Mána 2024 (2023080213)
Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti forsvarsfólk Hestamannafélagsins Mána á 170. fundi ráðsins. Þar voru kynntar hugmyndir félagsins að nýjum samningi.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í drögin að nýjum samningi og vísar í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024.
4. Drög að starfslýsingu fjármála-/skrifstofustjóra Keflavíkur og UMFN (2023080215)
Drög að starfslýsingum fyrir fjármálastjóra/skrifstofustjóra fyrir Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og UMFN lögð fram til kynningar.
Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og Hámundur Örn Helgason íþrótta- og framkvæmdastjóri UMFN tóku þátt í umræðum um starfslýsingarnar.
5. Frístundir.is (2023010324)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinnu við að safna saman auglýsingum um hvað verður í boði fyrir börn, unglinga, fullorðna og eldri borgara veturinn 2023 til 2024. Gert er ráð fyrir að auglýsingarnar verði tilbúnar til birtingar á vefsíðunni fristundir.is eigi síðar en 1. september nk.
Fylgigögn:
Fristundir.is veturinn 2023-2024 - auglýsing
6. Ljósanótt 2024 - hvatning til íþrótta- og tómstundafélaga um þátttöku (2023080216)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi minnti á mikilvægi virkrar þátttöku íþrótta- og tómstundafélaga á Ljósanótt 2023 sem nálgast óðfluga.
Fylgigögn:
Ljósanótt - bréf til íþrótta- og tómstundafélaga í Reykjanesbæ
7. Nýir samningar við Fimleikadeild Keflavíkur og Sundráð ÍRB (2023080217)
Samningarnir lagðir fram og samþykktir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2023.