176. fundur

12.12.2023 11:00

176. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. desember 2023 kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Hermann Borgar Jakobsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Málefni fyrrverandi Glímudeildar UMFN (2023220166)

Börkur Jónsson lögmaður, Gunnar Örn Guðmundsson, Guðmundur Stefán Gunnarsson og Sigurbjörn Sigurðsson mættu á fundinn og svöruðu spurningum íþrótta- og tómstundaráðs vegna málefna fyrrverandi Glímudeildar UMFN.

Íþrótta- og tómstundaráð frestar málinu til næsta fundar.

2. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2024 (2023120103)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgdi starfsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála úr hlaði.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir starfsáætlunina.

Fylgigögn:

Starfsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2024

3. Samningur við ÍRB um greiðsluþátttöku Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálfunar barna og ungmenna árið 2024 (2023120105)

Samningur við ÍRB um greiðsluþátttöku Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálfunar barna og ungmenna árið 2024 lagður fram og samþykktur.

4. Samningur við Knattpyrnudeild UMFN um rekstur knattspyrnusvæða sumarið 2024 (2023120109)

Samningur við Knattpyrnudeild UMFN um rekstur knattspyrnusvæða sumarið 2024 lagður fram og samþykktur.

5. Samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur sumarið 2024 (2023120111)

Samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur sumarið 2024 lagður fram og samþykktur.

6. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2024 (2023080212)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir áherslur íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.