179. fundur

13.02.2024 11:00

179. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. febrúar 2024, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll. Alexander Ragnarsson sat fundinn í hennar stað.

1. Rafíþróttadeild Keflavíkur (2024020084)

Atli Már Guðfinnsson og Davíð Örn Óskarsson frá Rafíþróttadeild Keflavíkur mættu á fundinn og kynntu starf deildarinnar sem hefur blómstrað á undanförnum árum.

Rafíþróttadeildin óskaði eftir fjárstuðningi til að mæta kostnaði við tölvukaup.

Íþrótta- og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu enda með nýsamþykkta fjárhagsáætlun sem unnið er eftir.

Fylgigögn:

Rafík - kynning 

2. Niðurstaða könnunar Rannsókna og greininga 5. - 10. bekkur (2023110263)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá niðurstöðu kannanna frá Rannsóknum og greiningu.

Mikið er af jákvæðum niðurstöðum en jafnframt áskorunum sem þarf að bregðast við.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé með þessi gögn, að þau séu kynnt fyrir börnum og foreldrum þeirra og nýtt í stefnumörkun sveitarfélagsins.

3. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023 - 2027 (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar hjá nefndum og ráðum.

Friðþjófi Helga Karlssyni formanni íþrótta- og tómstundaráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins til bæjarráðs.

4. Vefstefna Reykjanesbæjar (2023060380)

Drög að vefstefnu Reykjanesbæjar lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með drög að vefstefnu og þakkar fyrir vinnu við gerð hennar.

5. Skipulag íþrótta- og skólasvæðis við Afreksbraut (2022050239)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á að deiliskipulag verði klárað sem allra fyrst. Jafnframt að vinnuhópur um uppbyggingu mannvirkja á svæðinu verði settur af stað eins skjótt og auðið er.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur skýra áherslu á að hundagerði henti alls ekki inn á þetta svæði og því verði fundinn annar staður.

Fylgigögn:

Íþróttamannvirki í Reykjanesbæ 

6. Nettómótið 2024 (2024020089)

Nettómót barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur verður haldið í Reykjanesbæ helgina 2.-3. mars nk. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2013 og síðar. Takið helgina frá fyrir þessa miklu körfuboltahátíð.

Íþrótta- og tómstundaráð skorar á bæjarbúa að taka vel á móti gestunum okkar. Sérstök athygli er vakin á því að veitingamenn mega búast við mikilli traffík enda þúsundir gesta í bænum okkar.

Fylgigögn:

Nettómótið 2024

7. Samningur við ÍRB um íþróttaþjálfun barna 2025 (2024020101)

Rúnar Vífill Arnarson formaður ÍRB lagði áherslu á að bráðnauðsynlegt sé að hækka þjálfarasamning ÍRB en hann hefur ekki hækkað frá árinu 2021.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir með Rúnari Vífli og vísar málinu til fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2024.